ErnaKristín skrifar Flokkað undir Heimili & Arkitektúr.

Erna Kristín – Ég valdi mér hvít gólf

Nú erum við Bassi að gera upp nýbyggingu í fallega blómabænum Hveragerði.
Mig langar mjög mikið að taka ykkur með í framkvæmdirnar og segja ykkur frá því hvað við erum að gera hverju sinni.
Núna erum við að parketleggja, en við ákváðum að hafa parketið í hvítari kanntinum. Ég myndi segja það vera skref fyrir utan þægindarramman að velja ljóst gólfefni, en við ákváðum að slá til og þetta kemur æðislega vel út!
Ég myndi segja ljóst gólfefni stækka rýmið & létta yfir ! Hér fyrir neðan eru nokkrar innblástursmyndir af fallegu parketi sem er líkt okkar, svo fáið þið auðvitað að sjá okkar þegar það er tilbúið, en hægt er að fylgjast betur með ferlinu á snappinu: Ernuland.

Hlakka til að sýna ykkur útkomuna!

xx

Erna Kristín