ErnaKristín skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Eitt af því besta við haustin, heitt kakó…hér er hin fullkomna uppskrift af heitu vegan kakó

Vegan kakó

Við elskum flest heitt kakó! Það er eitthvað við haustið sem fær mann til að vilja fá sér heitt kakó eftir langan og góðan göngutúr í fersku haustveðrinu! Eruð þið ekki að tengja!?
Hér fyrir neðan er hin fullkomna uppskrift !

170g suðusúkkulaði
1líter kaffimjólk frá Oatly 
2 dl vatn
ögn salt
Toppurinn er síðan kanilstöngin sem setur punktin yfir i-ið

Síðan getur þú þeytt jurtarjóma með Soyatoo mjólkinni, og skelt vegan sykurpúðum yfir! Namm!
Bæði hráefnin fást í Gló Fákafeni