Emilia skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Emilía – Banana, döðlu og pekanhnetubrauð- sykurlaust og of gott til að vera satt!

Nú ætla ég að deila með ykkur uppskrift af brauði sem ég sýndi á krom.is snappinu fyrir nokkru síðan. Um er að ræða besta besta besta bananabrauð sem ég hef smakkað. Það er hreinlega stórkostlegt það er svo gott og svo skemmir ekki fyrir hvað innihaldsefnin eru holl og góð!

Uppskriftin hljómar svona:

2 bananar
1 bolli gróft spelthveiti
1 egg
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
1 bolli saxaðar döðlur
10-15 saxaðar pekanhnetur

Aðferð
Stappa banana og egg í eina skál og hræra saman
Döðlurnar og pekanhneturnar fara svo saman við eggjahræruna
Þurrefnin fara svo í aðra skál og hræra vel og blanda öllu saman

Bakað við 180 gráður í 30-40 mínútur

Mér finnst þetta bananabrauðið langbest með möndlusmjöri

Þið verðið ekki svikin af þessari uppskrift!

Kveðja,

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj