Emilia skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Emilía- Dásamleg horn, tilvalin í ferðalagið, sumarbústaðinn eða bara heima

Ég var óviss með titilinn, aðalega af því að ég kalla þetta alltaf skinkuhorn en staðreynd málsins er
að það er engin skinka í þessum hornum.

Þessa uppskrift fékk ég hjá Örnu systir minni. Ég hef aðeins breytt henni og gert hana örlítið hollari en
ég set inn upprunalegu uppskriftina og svo innan sviga hvað ég hef gert til að breyta henni. Aldís aðstoðarbakari hjálpaði mér
einsog vanarlega.

Skinkuhorn mínus skinka:

10 dl hveiti (7dl fínt spelt og 3 dl gróft spelt)
1 dl sykur (1/2 dl kókospálmasykur og 1/2 dl sukrin gold)
5 tsk þurrger
100 gr smjör
3,5 dl mjólk
Á milli fer svo Paprikusmurostur

Hveiti og sykur blandað saman
Mjólk og smjör brætt í potti og þurrgeri bætt úti (passa að blandan verði bara volg)

Allt hnoða öllu vel saman, látið hefast í u.þ.b klukkustund, skipta deginu í 6 parta,
fletja út, skera í þríhyrninga og ca 1 tsk af smurosti á hvern þríhyrning.

Rúllað upp og inní ofn í ca 15 mín á 180 gráðum.

Njótið vel kæru lesendur

Kveðja,

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj

ebo-11