Emilia skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Emilía- Dásamlegar kókoskúlur sem smellpassa inní heilbrigðan lífsstíl

Ég var alveg handviss um að ég hefði fyrir löngu síðan deilt með ykkur þessari kókoskúlu uppskrift en ég hef líklega aðeins deilt henni á snappinu mínu.

Þessar kókoskúlur eru alveg svakalega góðar og næringaríkar.

Uppskriftin kemur hér:

1 bolli döðlur
1/2 bolli hafrar
1/2 bolli kasíuhnetur
1/2 bolli pekanhnetur
2 msk sykurlaust kakó
2 msk kókósmjöl
1 tsk vanilludropar eða vanilluduft
1 msk kókosolía
Ef þið viljið meiri sætu má setja smá hunang eða sukrin gold- alls ekki of mikið.

Allt hráefnið blandað mjög vel saman í matvinnsluvél.
Búa til litlar kúlur og velta uppúr kókosmjöli.

Geymast best í frysti eða kæli.

Ég mæli svo sannarlega með því að þið prófið þessa uppskrift og eigið svona inní frysti þegar ykkur langar í eitthvað sætt.

Kveðja,

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj

ebo-11