Emilia skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Emilía- Dásemd í poka

Dásemd í poka kallast verkefni sem hjónin Anna Marta Ásgeirsdóttir og Ingólfur Örn Guðmundson byrjuðu á árið 2005.

“Hugmyndin að Dásemd varð til þegar ég var með börnunum mínum í eldhúsinu heima. Við vildum búa til hollustu sem
væri hægt að njóta hvenær sem er og væri alveg dásamlega góð. Uppskriftin hefur að geyma goji ber, graskersfræ,
rúsínur, kókosmjöl, kókosflögur, sólkjarnafræ, trönuber, hörfræ, salthnetur, kakó, og dökka súkkulaðið okkar. Við
fjölskyldan elskum þetta Dásemdar-súkkulaði. Lífið er fullt af jákvæðni, gleði, yl og björtu brosin sem brjótast fram þegar
við njótum þessarar Dásemdar segir” Anna Marta.

Þegar við hjónin giftum okkur árið 2005 ákváðum við að þiggja ekki gjafir af tilefninu. Þess í stað langaði okkur að láta
gott af okkur leiða og völdum að styrkja Barnaspítala Hringsins. Ísbjörninn Hringur varð til í framhaldinu. Hann heimsækir
börnin á Barnaspítalanum reglulega og alltaf grípur um sig mikil eftirvænting ef fréttist af því að hann sé væntanlegur.
Margar hendur hafa hjálpað til við að gera Hring að því sem hann er í dag. Leikkonan Jósa heldur gæða lífi í Hring. Með
kaupum á þessum poka af Dásemd styrkir þú verkefnið og hjálpar til við að gleðja áfram lítil og stór hjörtu á Barnaspítala
Hringsins.

Fyrir þá sem vilja styrkja þetta frábæra og fallega verkefni og um leið njóta Dásemdar súkkulaðis í
poka langar mig að benda á facebook síðu Dásemdar í poka

Þangað til næst…

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj

ebo-11