Emilia skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Emilía- Döðlugottið mitt

Ég elska döðlugott. Í raun held ég að ég hafi prófað flestar útfærslur af þessari dásemd en vissulega er hið típíska döðlugott kannski ekki besti kosturinn svona dagsdaglega og því hef ég notað þessa uppskrift hvað mest.

dodlugott-2

Það er ekkert rétt eða rangt þegar kemur að þessari uppskrift, fyrir utan kannski hlutföllin en það má bæta við uppskriftina hvaða hráefni sem ykkur langar í og um að gera að prófa sig áfram. Ég t.d hef stundum sett chia fræ og hamp fræ í maukið sem verður úr döðlunum og finnst það frábær leið til að fá slíka ofurfæðu í kroppinn.

En hér kemur uppskriftin einsog ég geri hana:

200 gr saxaðar döðlur
90 gr smjör
1/2 msk hlynsíróp
1/2 msk hunang
10-15 pekanhnetur muldar
7 maískex mulin
100 gr dökkt súkkulaði, því dekkra því hollara

  dodlugott-3

Aðferð:

*Bræða smjör, döðlur, síróp og hunang saman í potti,
tekur smá tíma að ná öllu saman
*Blanda maískexi og pekanhnetum útí
*Í eldfast mót og frysta í 30 mínútur
*Bræða súkkulaði og hella yfir
*Kæla aftur og skera svo í litla bita
**Ég geymi þetta svo alltaf í frysti.

Ég mæli 100% með þessari snilld, þetta er svo gott!

Njótið elsku lesendur

Kveðja,

Emilía Björg

Þið finnið mig á snapchat undir emiliabj og instagram undir emiliabj.snap