Emilia skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Emilía- Ég er komin með algjört æði fyrir Kínóa- Uppskrift

Færslan er ekki kostuð og ég keypti öll innihaldsefnin sjálf.

Ég er alltaf að reyna að bæta mataræðið mitt. Koma með eitthvað hollt en samt gott í staðin fyrir eitthvað sem er ekki jafn hollt.

Sem dæmi nota ég ekki hrísgrón heldur nota ég kínóa í staðin.

Kínóa er próteinríkt og frábær kostur.

Jæja þá er komið að uppskriftinni.

Það má í raun bara nota það sem ykkur finnst gott og það sem þið eigið í ísskápnum.

Ég byrja á því að sjóða kínóa skv leiðbeiningum.

Svo gufusauð ég að þessu sinni

– brokkolí

– blómkál

– gulrætur

Á meðan þetta var að malla steikti ég papriku og rauðlauk.

Þegar allt var tilbúið blandaði ég öllu varlega saman á pönnuna og leyfði þessu að malla í smá tíma og krydda.

Ég er með algjört æði fyrir Lax í matinn frá Norðanfisk. Hann fæst í bónus og er mjög bragðgóður. Skammtastærðirnar eru líka mjög hæfilegar.

Ég kaupi þennan sem er með hvítlauksmareneringu og bæti svo hvítlauksmauki ofaná hann áður en hann fer inní ofn- ég elska hvítlauk!

Það má borða kínóa réttinn einann og sér, það má líka hafa eitthvað annað grænmeti í honum.

Allt spurning um að fara vel yfir ísskápinn og nýta það sem er til!

Njótið kæru lesendur

Kveðja,

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj

ebo-11