Emilia skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Emilía- en þið eruð svo ung!

Sumarið 2007 giftist ég manni drauma minna, honum Pálma mínum. Þá vorum við búin að vera saman í 4 ár og vissum að við ættum að vera saman að eilífu… ok best að vara ykkur bara við strax.. stefnir í eina góða væmna bloggfærslu!

Ég var alltaf búin að sjá fyrir mér að vera ung brúður, og svo er ég líka mjög skipulögð og því var þetta allt saman í “réttri” röð- takið eftir gæsalöppunum, því eflaust einhverjir ekki sammála mér með hver rétta röðin er en fyrir mér er röðin svohljóðandi: fyrst búa saman, svo gifta okkur og svo koma börnin.

Það sem hinsvegar sló mig hvað mest var það að þegar við vorum að tilkynna verðandi hjónaband fengum við stundum að heyra athugasemdir einsog “en þið eruð svo ung” eða “ ha? Gifta ykkur.. en þið eigið allt lífið eftir”
Ég var 22 ára og Pálmi 26 ára.

Persónulega hafði ég lítið sem engann skilning á þessum athugasemdum því fyrir mér er mun stærra skref að eignast barn með einhverjum heldur en hjónaband- en það virtist “sjálfsagðara” að fólk væri búið að eignast börn uppúr tvítugu… en hjónaband- Guð forði ykkur frá því. Það að vilja játa ást okkar fyrir Guði og mönnum var á engann hátt að fara að skerða okkar möguleika í lífinu, þvert á móti.

 

Fyrir mér er hjónabandið ákveðin skulbinding. Skuldbinding um að ég sé búin að finna þann einstakling sem ég vil vera með að eilífu, þann sem ég vil eignast börn með, þann sem ég vil hlægja með þegar lífið leikur við mig og gráta með þegar lífið er erfitt.

 

Aldurinn í þessu tilfelli skipti engu máli. Við vissum hvað við vildum og við vildum gifta okkur.
Dagurinn okkar, 14 júlí 2007, var stórkostlegur í alla staði. Fjölskyldan okkar og vinir komu saman og fögnuðu þessum degi með okkur
Það sem þetta var skemmtilegt!

 

Upphafið

Ég var svo heppin að kynnast Pálma þegar ég var 18 ára gömul, í FB. Ég var nýkomin úr sambandi og ætlaði sko heldur betur að njóta þess að vera bara með vinkonunum og halda öllu strákaveseni fjarri mér, en þá mætti hann einsog elding! Við urðum mjög skotin strax en vorum samt bara mjög góðir vinir fyrstu 3 mánuðina.. síðan þá eru liðin 14 ár og ég get ekki hugsað mér lífið án hans. Hann stendur alltaf við bakið á mér sama hvað, er minn allra besti vinur og er alltaf til staðar. Hann er besti pabbi sem dætur mínar og stjúpdóttir gætu átt. Styður við þær í einu og öllu.

 

            

 

Ég vann stóra lottó vinninginn í febrúar 2003 þegar við kynntumst.
Pálmi dáir mig og dýrkar, og hann trítar mig einsog prinsessu á hverjum degi. Ég er án nokkurs efa sú allra heppnasta að hafa náð mér í þennan dásamlega mann aðeins 18 ára gömul.

Í sumar fögnum við 10 ára brúðkaupsafmæli, og ég er ótrúlega þakklát fyrir þessi ár. Við höfum upplifað ótrúlega hluti saman og hlakka ég til að taka á móti miklu miklu fleirri árum með honum.

 

Kveðja,

Emilía
Snapchat: emiliabj