Emilia skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Emilía – Er ég þá vond mamma?

Á morgun fer smá rútína af stað á mínu heimili. Aldís Huld 4 ára skottan mín er að byrja í leikskólanum eftir rúmlega 4 vikna sumarfrí. Perlan mín verður í fríi fram í miðjann ágúst enda er hún í grunnskóla.

Pálmi var í fríi í júní og ég í júlí því höfum við stelpurnar verið mikið saman, ferðast mikið og jú vissulega nýtt þá daga sem Pálmi hefur verið í fríi til að gera eitthvað saman við fjölskyldan.

Ég viðurkenni fúslega að mér finnst yndislegt að hún hitti vini sína á morgun, komist í smá svefnrútínu og fái útrás yfir daginn. Á sama tíma finnst mér ömurlegt að kósí morgnarnir séu að verða búnir, göngutúrar í hádeginu, sumarbústaður í miðri viku, æj þið vitið – ekkert stress að koma öllum af stað og svo framvegis. En fyrir hana er langbest að vera í rútínu, hún líka elskar leikskólann sinn og talar um það á hverjum degi að hún þurfi að segja kennurum sínum og vinum að hún sé með lausa tönn, komin með fullorðinsjaxl, ætli að fara að æfa fótbolta og ég veit ekki hvað og hvað.

 

Flestum börnum líður vel í fastri rútínu. Þau vita þá hvað er framundan og það veitir þeim oft ró.

 

Ég sá um daginn færslu inná einhverjum mæðra grúppu á facebook umræðu sem snérist um það að viðkomandi móðir gat ekki beðið eftir að leikskólar og skólar byrjuðu aftur því það vantaði svo rútínu fyrir börnin. Stuttu síðar sá ég aðra umræðu sem snérist um móðir sem vildi alls ekki að sumarfríið myndi klárast og hvort hún væri ein um það að vilja vera lengur í fríi með börnunum sínum.

Ýmis comment fóru af stað.. margar mömmur voru orðnar dauðþreyttar á þessu fríi og aðrar vildu alls ekki að það myndi klárast.

Persónulega finnst mér bæði eiga rétt á sér. Aðstæður eru mismunandi, börn eru mismunandi og foreldrar eru mismunandi.

Stundum finnst mér ég þó sjá ótrúlega sorgleg svör mæðra á milli. Mér finnst einsog það sé alltaf einhver að reyna að vera”betri” en hin. Að þeirri sem hlakkar til að börnin fari í leikskóla finni örugglega fyrir því að hún sé síðri mamma en þessi sem vill að börnin verði bara í fríi allan ársins hring.

Ég fyrir mitt leyti elska bæði, ég elska að vera með þær í fríi og ég elska líka þegar allt er bara í sinni rútínu og allir vita hvað er fyrir stafni.

Ég trúi því að við erum allar að gera okkar besta. Hvort sem við viljum fá smá “brake” eða ekki, hvort sem heimilið virki betur þegar allt er í rútínu eða ekki.
Til þess að svara spurningunni sem ég kastaði fram í upphafi þá er svarið einfalt- Nei ég er ekki vond mamma, ég er frábær mamma og þið líka.

Elsku mömmur, við erum að rokka!

 

Kveðja,

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj