Emilia skrifar Flokkað undir Greinar, Lífsstíll & Heilsa.

Emilía- Hættið þessum afsökunum og fáið ykkur barnapíu.

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá skrifa ég þessa grein útfrá eigin reynslu. Aðstæður fólks eru mismunandi, sumir eru með mjög ung börn, aðrir langveik börn. Sumir foreldrar eru að glíma við veikindi. Ég geri mér grein fyrir því að margir eru að eiga við mjög erfiðar aðstæður sem gerir allt mun flóknara. Þessi grein er frekar hugsuð sem smá “pepp”.. datenight getur verið klukkutíma göngutúr.. það þarf ekki að kosta mikið.

Það eru ótrúlega margir fastir í þessum setningum.. “Við gerum aldrei neitt”, “börnin eru alltaf með”,  “við erum þreytt” og svo kemur mjög algeng afsökun- “við erum ekki með pössun”.

Margir sem segja þessi orð- “við erum ekki pössun” eiga við að foreldrara þeirra geti ekki passað… það virðist flækjast fyrir ótrúlega mörgum að fá sér barnapíu.

Ég hef heyrt allar afsakanirnar í bókinni.. Algengasta afsökunin sem ég heyri er ég finn enga barnapíu. Ég er ekki alveg að kaupa þá afsökun. Ég man það þegar ég var unglingur þá elskaði ég að passa og örugglega margar sem lesa þetta voru að passa kannski frá 10 ára aldri.. Það hefur lítið breyst í þeim efnum. Unglingum finnst ennþá gaman að passa.

Í dag eru hverfin mörg hver komin með svona hverfasíðu á facebook og þar er t.d fullkominn vettvangur til að spurja
hvort einhver vilji passa eða hvort einhver eigi ungling sem vilji passa.

Við Pálmi erum rosalega dugleg að fara á date. Stundum förum við saman á kaffihús, út að borða, hittum vini, bara eitthvað sem við gerum fyrir okkur tvö. Við höfum passað rosalega vel uppá að vera dugleg að rækta okkar samband. Ekki misskilja, við elskum að vera með stelpunum og hafa þær með en það er svo mikilvægt fyrir hjón/kærustupar að passa uppá sambandið, að vera stundum þið sjálf ekki bara “mamma og pabbi”.

En þá kemur stóra spurningin.. Og spurning sem við fáum oft þegar við förum eitthvað.. “Hvar eru stelpurnar”??

Svarið er einfalt. Þær eru heima, og Lovísa eða Perla Sóley eru að passa.


Lovísa og stelpurnar

Stelpurnar mínar vita fátt jafn skemmtilegt og þegar þær koma að passa. Þær elska barnapíurnar sínar og við treystum þeim 100%.

Ég skil alveg tregann sem getur komið upp hjá foreldrum, ég hef verið þar sjálf.. Átt erfitt með að treysta öðrum fyrir gullmolunum, en í raun og veru þá finnst börnum almennt mjög gaman þegar það kemur einhver að passa og ef þið finnið góðan einstakling í verkið þá verða allir ánægðir, þið sem foreldrar og börnin.

Ég skora á ykkur sem eruð að lesa þetta að skoða í kringum ykkur og kanna hvort það sé ekki einhver barngóð stelpa eða barngóður strákur sem hefur gaman af því að passa og vilji passa fyrir ykkur. Þið sem foreldrar getið líka notið þess betur að vera á “datenight” því þegar foreldrar manns eru að passa þá kannski reynir maður að drífa sig meira heim svo það sé ekki komin hánótt þegar þau loksins komast heim. Það er allavega mín upplifun.

Njótið þess að vera bara þið tvö, njótið þess að fara á datenight og leyfið börnunum ykkar að njóta þess að vera í dekri hjá barnapíunni.

Kveðja,

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj

ebo-11