Emilia skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Emilía – Heimsins besti chiagrautur.. að mínu mati

Það tók mig langann tíma að læra að meta chia graut. Ég gerði margar tilraunir til að búa hann til en fannst hann einhvernvegin aldrei nógu góður, þar til ég fann þessa uppskrift. Ég breytti henni örlítið en það er eitthvað sem ég geri yfirleitt við uppskriftir. Þá bæti ég einhverju  við sem mér finnst vanta en að mínu mati er þessi uppskrift alveg skotheld.

Uppskriftin er eftirfarandi:

2 msk chia fræ

2 msk hafrar

2 dl möndlumjólk

1 tsk kanill

1 tsk kakó

1 tsk hamp fræ

image1-1

Blanda öllu vel saman og geymi í ísskáp í allavega 30 mínútur.

Mér finnst svo best að setja niðurskorin epli, pekanhnetur og hamp fræ útá.

Þessi grautur er meinhollur og stútfullur af ofurfæðu. Grauturinn geymist vel í kæli í 2-3 daga.

Svo mæli ég með því að þið bjóðið börnunum ykkar uppá þennan ljúffenga graut því hann bragðast svo vel og þau fá góða orku inní daginn.

Kveðja

Emilía

ebo-11