Emilia skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Emilía – Hið fullkomna hnetugotterí

Anna Margrét systir mín bauð mér uppá þessa snilld fyrir nokkru síðan og ég var ekki lengi að biðja um uppskrift. Ég vissi að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti að eiga til þegar nammilöngunin bankar uppá, nú eða bara útá chia grautinn

Það er mikilvægt að leggja hneturnar í bleyti með smá salti í allavega 8 kls áður en þið byrjið að gera hnetugotteríið.

Svo þarf að þerra þær lauslega og allt sett á ofnplötu með bökunarpappír undir.

Krydda með salti, kanil, vanilludufti og 1 msk af sukrin gold.

Svo fer allt saman inní oft á 110 gráður og látið þorna í 2 kls.

Þegar hálftími er eftir læt ég kókosflögur yfir og aftur inní ofn.

Þegar hneturnar eru orðnar þurrar finnst mér langt best að setja mórber yfir en þau eru með hálfgerðu karamellubragði og rosalega góðar með.

Aðrir möguleikar væru t.d trönuber, gojiber eða hvað sem ykkur langar í útá.

 

Kveðja,

Emilía Björg

Snapchat: emiliabj