Emilia skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Emilía – Himneskir pizzasnúðar- tilvalið í nesti fyrir krakkana

Ég bakaði um daginn pizzasnúða og sýndi frá því á snappinu mínu (emiliabj)

Ég lofaði í kjölfarið að setja uppskriftina inná króm.is en svo steingleymdi ég að taka myndir af snúðunum.

Þessir snúðar eru þó mjög vinsælir á mínu heimili og baka ég þá mjög reglulega.
Mér finnst æðislegt að senda Perlu mína í skólann með heimabakað nesti og eru þessir snúðar frábær kostur fyrir gott nesti.

Ég hef breytt uppskriftinni aðeins en það á að vera hvítt hveiti í snúðunum, ég nota gróft og fínt spelthveiti í staðin.

Himneskir pizzasnúðar

850 gr hveiti (ég nota 650 gr gróft spelt og 200 gr fínt spelt)
1 tsk salt
1 bréf þurrger
5 dl mjólk
150 gr matarolía- alls ekki ólífuolía

Aðferð:
Velgja mjólk og blanda þurrgeri útí
Olíu og mjólk bætt útí hveitið
Hnoða deig og láta það hefast í 1 klukkustund
Fletja út deigið og smyrja pizzasósu á
Setja ost yfir
Rúlla deigi upp og skera í snúða

Baka við 200 gráður þar til osturinn byrjar að brúnast- ca 15 mínútur.

Ég skora á ykkur að prófa þessa og eiga inní frysti fyrir skólakrakkana ykkar.

Kveðja,

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj

ebo-11