Emilia skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Emilía- loksins vítamín sem ég man alltaf eftir að taka

Fyrir tæpum mánuði fékk ég að gjöf hárvítamín sem er nýkomið til landsins.
Fríða vinkona var búin að segja mér að  Regalo  væri að flytja þetta ákveðna vítamín inn til landsins varð ég sjúklega spennt. Ég var búin að
sjá svo margar stjörnur í Hollywood, sem dæmi Kardashian systur og fleiri tala um þetta vítamín og var ég staðráðin í að prófa.

 

 

Ég er að sjálfsögðu að tala um SugarBearHair


Nokkrar staðreyndir um SugarBearHair:
1. Fyrsta fjölvítamín fyrir hár sem hentar grænmetisætum
2. Bragðast svooooo vel, án gríns einsog nammi!
3. SugarBearHair inniheldur Biotin og B12 sem bæði hjálpar við að auka hárvöxt
4. SugarBearHair inniheldur:
Jafn mikið A vítamín og 4 bollar af brokkolí
Jafn mikið C vítamín og 1 bolli trönuber
Jafnmikið B12 vítamín og 4 lífræn egg
5. SugarBearHair er laust við gelatín
6. SugarBearHair er án hveitis, glúteins, soja, mjólkurvara, kjötafurða, eggja, fiskafurða, og án hnetuafurða.
7. Stór hluti þeirra sem hafa prófað vítamínið hafa fundið jákvæðan mun á nöglum og húð á meðan á inntöku stendur, ásamt heilbrigðara hári.
8. SugarBearHair er ráðlagt fyrir 13 ára og eldri
9. Varðandi meðgöngu og brjóstagjöf er best að ráðfæra sig við sinn lækni
10. SugarBearHair er bæði fyrir karla og konur

Eini gallinn sem ég hef fundið við þetta vítamín er að það má bara taka inn 2 gúmmíbirni á dag.. ég gæti auðveldlega kárað mánaðarskammt á einu bretti!

Ég ætla að prófa þetta vítamín í nokkra mánuði og sýna svo eftir mynd.. en tók eina fyrir mynd þegar ég byrjaði fyrir 3 vikum.
Ég er ekki frá því að mér finnist hárið hafa síkkað aðeins þó það séu bara nokkrar vikur liðnar.
Annað sem er mjög stór kostur allavega fyrir mig er að ég man eftir að taka vítamínin mín á hverjum degi, því SugarBearHair er svo bragðgott,
ekki séns að ég fari að sleppa úr degi.

Hægt er að kaupa SugarBearHair t.d hér inná sapa.is 

Einnig er hægt að nálagst SugarBearHair hárvítamínið á öllum helstu hárgreiðslustofum landsins.
Ef þið eruð með einhverjar fyrirspurnir ráðlegg ég ykkur að senda mail á regalo@regalo.is.

Þangað til næst…

Kveðja,

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj

ebo-11