Emilia skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Emilía- Minka augnhár sem ég hannaði sjálf og heita “Emilía”

Ég er svo ótrúlega spennt að segja ykkur frá augnhárum sem eru að koma í sölu.
Ásdís vinkona mín og eigandi Deisymakeup hringdi í mig í sumar og sagðist vilja búa til augnhár með mér.

Hún fékk til liðs með sér nokkrar stelpur og erum við allar mjög ólíkar og með mismunandi óskir þegar kemur að augnhárum.
Úrvalið er því mikið og allir ættu að finna eitthvað sem hentar þeirra augnumgjörð.

Þegar ég hannaði mín augnhár voru nokkur atriði sem ég sóttist eftir.
Mig langaði í augnhár sem myndu stækka augun mín.
Ég er með möndlulaga augu og vil að augnhárin
séu frekar þétt en samt eðlileg og lengri í endann.


Útkoman er æðisleg!

Aldrei hefði mig grunað að ég ætti eftir að eiga augnhár sem ég hannaði og heita eftir mér.

 

 

 

 

 

 

 

Föstudaginn 24. nóvember ætlum við að vera með útgáfupartý og sérstakt tilboð á augnhárunum.
Þið getið þá komið Deisymakeup að Borgartúni 29 frá kl 17-19 og valið fjögur pör af augnhárum, má vera
fjögur eins eða blandaðar tegundir á aðeins 9.900 kr- fullt verð er 13.900
Augnhárin eru öll með minkahárum. mjúk og þæginleg að setja á.
Hægt er að skoða viðburðinn hér 

Einnig verða æðisleg tilboð á öðrum vörum í versluninni.

Þangað til næst…

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj

ebo-11