Emilia skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Emilía- minn draumur vs. þinn draumur

Þenna pistil er ég búin að vera með í huganum í langann tíma.
Þegar ég hætti í Nylon fékk ég mjög misjöfn álit og skoðanir á ákvörðun sem ég hafði hugsað vel og lengi um.

Fæstir vita að ég ákvað að hætta í janúar 2007, sagði stelpunum og Einari frá því í apríl sama ár og tilkynningin kom svo út í júlí.

 

Ég hafði hugsað mig um mjög lengi. Upphaflega ætlaði ég aldrei að fara með þeim til Bretlands árið 2006, en eftir langt samtal við Klöru Ósk sannfærði hún mig um að ég myndi sjá eftir því ef ég myndi ekki koma með. Sem betur fer fór ég að ráðum hennar og Guð á himnum hvað það var gaman.
Árið 2006 var algjör snilld!

 

 

 

 

Við túruðum um allt bretland, hituðum upp fyrir stórstjörnur á við Westlife, Girls aloud og Mcfly í risa tónleikahöllum. Sungum held ég 7 sinnum á Wembley Arena og svona gæti ég lengi talið upp.


Þetta var algjört ævintýri og við vorum alveg að lifa okkar draum.

Ég fann það samt alltaf innst inni í hjartanu að mig langaði þetta ekki jafn mikið og þeim. Hugur minn var alltaf aðeins meira heima á Íslandi.

Ég fann það undir lok ársins 2006 að mig langaði að gera eitthvað allt annað- langaði að hætta þessu ævintýri og hefja eitthvað nýtt.

Þá komum við að fyrirsögn þessa pistils.

Þeir sem þekkja mig hvað best skildu 100% þess ákvörðun og vissu að hún væri sú rétta fyrir mig.
Þeir sem þekktu mig ekki alveg jafn vel voru skeptískir margir hverjir.
Svo voru það þeir sem hikuðu ekki við að spurja mig hvort ég myndi ekki sjá eftir þessu og hvort ég væri ekki að gera stór mistök.

 

 

Fyrir mig var ég að gera það rétta. Minn draumur var allt allt annar, og ef ég er alveg hreinskilin þá lifi ég mínu draumalífi í dag.

Annað sem fór og fer alltaf jafn mikið í taugarnar á mér er það þegar fólk þarf að sækjast eftir ákveðnum sjokkerandi viðbrögðum.

Sem dæmi:

Þegar stelpunum gekk vel í Ameríku fékk ég að heyra, æj sérðu ekki eftir þessu?
Svo ef það var ekki að ganga alveg jafn vel þá heyrðist- jii ertu ekki fegin að hafa hætt?

Afhverju í ósköpunum þarf að ganga útfrá því að maður lifi í eftirsjá eða vilji að vinkonum sínum gangi ekki vel.


Minn draumur var ekki að “meika” það í bandaríkjunum, en það var draumur vinkvenna minna, vinkvenna sem eiga svo stórann stað í hjartanum mínu og fyrir þeirra hönd vildi ég ekkert annað en að þær fengu að lifa sinn draum.
Afhverju ætti ég að vilja að þeim gangi illa? Hvað á það að gera fyrir mig?


Þegar ég fékk svona spurningar einsog “ertu ekki fegin að hafa hætt” þá fannst mér það alltaf vera á svolítið fölskum forsendum, “ertu ekki fegin að hafa hætt svo þú sért ekki í þessu ströggli sem þær eru í” Ég gat aldrei horft á þetta svona. Ég hélt og held með þeim. Hvort sem þær eru að syngja saman eða vinna að einhverju öðru þá eru þær vinkonur mínar og ég vil að sjálfsögðu að þeim vegni vel.

Spurningin er ekki um það hvort ég sé fegin eða sjái eftir því að hafa hætt.
Þetta er spurning um að við eltum okkar drauma og lítum ekki til baka. Allt sem við gerum er eitthvað sem við lærum af. Það að lifa í eftirsjá er undir öllum kringumstæðum aðeins til að skerða lífshamingju okkar. Við tökum ákvarðanir í lífinu fyrir okkur fyrst og fremst. Auðvitað geta okkar ákvarðanir haft áhrif á líf annarra en við þurfum að hugsa um það sem við viljum.
Við fáum eitt líf og við eigum að gera eins vel og við getum við þetta líf.

Ekki öfunda, samgleðjumst!

Þangað til næst…

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj

ebo-11