Emilia skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Emilía- Rjómalagað pestó og kjúklingapasta

Ég hef ótrúlega gaman af því að vafra um á netinu og finna einhverjar nýjar og skemmtilegar uppskriftir til að hafa á vikumatseðlinum. Ég skoða ýmsar heimasíður og hef verið afar hrifina af GulurRauðurGrænn&Salt

Ég breytti þessari uppskrift aðeins en ég notaði Tagliatelle pastað frá Jamie Oliver (fæst í Krónunni) og sleppti vorlauknum þar sem ég átti hann ekki til en uppskriftin hljómar svona:

Rjómalagað kjúklingapestó pasta

350 g Tagliatelle
300 ml matreiðslurjómi
1/2 bolli basilpestó
3 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar
1 1/2 bolli rifinn grillaður kjúklingur
1/2 bolli sólþurrkaðir tómatar, skornir þunnt
1/3 bolli rifinn parmesan

Ég byrjaði á því að sjóða pastað. Geymi svo smávegis af pastavatninu fyrir sósuna. Á meðan það er að sjóða steiki ég kjúklinginn og krydda með kjúklingakryddi.
Pastað fer á stóra pönnu og bæti við pastavatninu, rjóma, pestó, kjúkling og sólþurrkuðum tómötum. Látið malla í 2 mínútur eða þar til blandan er orðin heit.

Borið fram með svörtum pipar og parmesan osti.

Uppskriftina má finna hér

Kveðja,

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj