Emilia skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Emilía- Skemmtilegar og sumarlegar klakahugmyndir

Sumarið er klárlega tíminn til að borða fersk og góð matvæli.

Ég persónuleg sæki miklu frekar í
ávexti þegar það er gott veður frekar en eitthvað sukk.

Ég datt inná eina af mínum uppáhaldssíðum um daginn, Pinterest, og vistaði nokkrar sniðugar hugmyndir sem hægt er að gera með
ávöxtum, vatni og klakaboxi. Þetta er bæði gott, sniðugt og yngri kynslóðin kann að meta svona dúllerí.

Falleg hugmynd t.d fyrir brúðhjón, frosin vatnsmelóna og klakar með granateplafræjum.

Frosin vatnsmelóna

 

Ég á svona kúluskeið sem sker melónuna á þennan hátt og hún er minnir mig
keypt í Þorsteini Bergmann fyrir mörgum árum (stal henni frá mömmu þegar ég flutti að heimann)

Lime og myntu klakar

Allskonar ávextir, grænmeti og jurtir bragðbæta klakana

Njótið kæru lesendur

Kveðja,

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj

ebo-11