Emilia skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Emilía- Skemmtilegt jólaföndur fyrir alla fjölskylduna

Við mæðgurnar hittumst um daginn og föndruðum með krökkunum okkar.
Við notuðum gamlar krukkur og gerðum fallega kertastjaka.

Það sem þarf er:
Myndir til að strika eftir
Hreinar glerkrukkur
Föndurlím
Glimmer
Svartur varanlegur túss
Málning
Gróft salt

Yngsti föndrarinn er rúmlega 2 ára og skemmti sér konunglega.

Áður en föndrið byrjar þarf að prenta út myndir.
Ég googlaði bara ” easy christmas drawing” og fékk margar fallegar myndir
Sjá hér
Sjá hér

Næst er svo að teikna útlínur með varanlegum tússpenna.

Aldís teiknaði útlínurnar sjálf og málaði svo fallega mynd.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Litli 2 ára prinsinn málaði með föndurlími og skreytti svo með glimmeri og grófu salti.

 

Við eldri notuðum bæði glimmerlím og svo bara venjulegt glimmer til að skreyta okkar krukkur og útkoman var mjög falleg.

 

Hér eru svo allar krukkurnar saman.

Góða skemmtun að föndra kæru lesendur

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj

ebo-11