Emilia skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Emilía- skemmtilegt umbunarkerfi

Mig langar að sýna ykkur umbunarkefi sem við erum með í gangi núna fyrir Aldísi Huld sem er 4 ára.

Hún er að æfa sig að sofna sjálf í sínu rúmi en hún var farin að sofna ansi oft í okkar rúmi.
Við höfum valið það að nota umbunarkerfi á okkar heimili þegar við erum að æfa nýja hluti og stelpunum finnst það rosalega skemmtilegt.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég byrjaði á því að teikna upp frosk og nokkur laufblöð.
Öll laufblöðin voru svipuð að stærð nema eitt, það var áberandi stærra.

Ég litaði svo með trélitum og mjög fíngerðum túss.

 

Svo að þetta myndi endast betur plastaði ég laufblöðin og froskinn með bókaplasti.

Froskurinn fær svo að hoppa um eitt laufblað á hverjum morgni sem hún sofnar sjálf í sínu rúmi.
Þegar froskurinn hefur svo komist á efsta laufblaðið fær hún að velja eitthvað skemmtilegt sem við fjölskyldan gerum saman.

Þangað til næst..

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj

ebo-11