Emilia skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Emilía- Styttist í afmælið mitt- hér er óskalistinn.

Já það er að koma að mínum afmælismánuði en ég á afmæli 12. nóvember.
Ég elska afmæli og elska líka að eiga afmæli og datt í hug að
sýna ykkur nokkra hluti sem eru á óskalistanum í ár.
**Hint hint á Pálma manninn minn**

En þetta geta líka verið hugmyndir fyrir eiginmennina þar sem jólin eru á næsta leiti.

Til að byrja með þá er ég algjör tösku fíkill. Falleg taska, helst Michael Kors hittir alltaf beint í mark.
Mig hefur langað sérstaklega mikið í eina sem hefur verði til lengi en það er Jet Set Travel Crossbody taska. Þessi fær að vera efst
á listanum þetta árið.
Sjá link hér

Ég lifi í þeirri trú að maður geti alltaf á sig skóm bætt.. ég geri mér þó grein fyrir því að orðatiltækið hljómar öðruvísi en mig hefur lengi langað í fallega
Dr. Martins skó. Ég er í augnablikinu hrifnust af Chelsea loðfóðruðu skónum frá þeim og held að þeir yrðu fullkomnir fyrir veturinn.
Sjá link hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég var að skoða síðuna hjá Systur og makar fyrir stuttu og datt þar inná íslenska hönnun sem kallast Volcano design.
Guð á himnum þvílík fegurð sem blasti við mér.
Einn stóð þó alveg uppúr og það er kjóllinn Skerja nude með svörtu kögri
Sjá link hér

 

 

 

Ég hef verið að safna Moomin bollum núna í rúmlega 1 ár.
Ég á núna átta stykki og þykir það voðalega gaman að bjóða gestum uppá kaffi í þessum
fallegu bollum. Þeir held ég verða á óskalistanum þar til ég er búin að eignast þá alla.
Sjá link hér

 

 


Að lokum er það þetta sem hittir alltaf beint í mark, allavega hjá mér.
Gott dekur væri nú alveg eitthvað sem ég gæti hugsað mér í afmælisgjöf í ár.
Ég veit fátt betra en að fara í notarlegt andlitsbað.

 

 

Þangað til næst…

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj

ebo-11