Emilia skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Emilía- Súkkulaðirúsínukakan hennar mömmu

Þessi marengskaka hefur verið í fjölskyldunni minni í mörg ár.
Mamma bakaði hana alltaf þegar ég var lítil fyrir afmæli og því hefur hún fengið nafnið Súkkulaðirúsínukakan hennar mömmu.

Uppskriftin er afar einföld

Súkkulaðirúsínukakan hennar mömmu.

Botn:
4 eggjahvítur þeyttar
200 gr sykur bætt útí og stífþeytt.
1 tsk lyftiduft
2 bollar Rice Krispies

Sett í tvö hringlótt mót og inní oft á 150 gráðum – ég nota alltaf blástur í ca 35 mín.

Botnarnir fá svo að kólna í ofninum yfir nótt.

Á milli:
1,5 peli rjómi
súkkulaðirúsínur- ca 1 bolli

Krem:
Stífþeyta 4 eggjarauður og 60 gr flórsykur (ég þeyti þetta í alveg 10 mínútur)
Bræði saman 50 gr smjör og 100 gr suðusúkkulaði
Þessu er svo blandað varlega saman og sett yfir alla kökuna.

Njótið,

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj

ebo-11