Emilia skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Emilía- “Það er enginn svona hamingjusamur”

Varúð væminn pistill
Ég tók umræðu um hamingju á snappinu mínu (emiliabj)

 

Mig langar að skrifa smá pistil um hamingju.
Við Pálmi höfum verið saman í næstum 15 ár.
Við höfum gengið í gegnum ótrúlega margt á þessum 15 árum.
Gleði, sorg, daglegt líf, bara allt sem á gengur frá degi til dags.

 

Flestir dagar eru í raun bara venjulegir. Við vöknum, yfirleitt fjögur í hjónarúminu, borðum morgunmat og svo er bara að koma stelpunum í skóla og leikskóla.  Oft erum við bæði heima á daginn og nýtum við tímann vel saman.

Eftir skóla er það svo bara heimanám, tómstundir, úlfatíminn frægi og kvöldmatur. Við höfum sem betur fer átt mjög auðvelt með að fá stelpurnar til þess að fara að sofa á kvöldin og eigum því mjög oft tíma fyrir okkur á kvöldin.

 

Ég myndi halda að þetta væri svona nokkurnvegin einsog það er hjá mörgum barnafjölskyldum, auðvitað ætla ég ekki að alhæfa og segja að það sé svona allstaðar en þetta er svona þessi típíska rútína okkar.

Við Pálmi erum alltaf að koma með svona lítil sæt hrós á hvort annað yfir daginn. Segjum oft á dag “ég elska þig” og látum hvort öðru líða vel með okkur sjálft.

Við erum líka ótrúlega dugleg að gera eitthvað bara við tvö ein. Fara á date, horfa á mynd, elda saman, fara í heita pottinn, spila, tala saman eða bara eitthvað sem vinir gera.

Þá sný ég mér aftur að fyrirsögninni.

Við fáum oft spurningar um það hvort við séum í raun og veru svona hamingjusöm og jafnvel alhæfingar þess efnis að enginn sé í raun svona hamingjusamur.

Mér finnst persónulega alveg ótrúlegt að fólk á annað borð spyrji mann að þessu en það gerist og það gerist merkilega oft.

Fyrir okkur erum við ótrúlega hamingjusöm, með raunhæfar væntingar og kröfur á hvort annað. Við erum bestu vinir, treystum hvort öðru fyrir öllu og skemmtum okkur alltaf vel saman.

Við erum líka stundum ósátt og oft á tíðum erum við enganveginn sammála en það er líka allt í lagi. Þetta er allt spurning um að virða skoðanir hvors annars þó svo að við séum ekki endilega sammála þeim.

Í lokin þá er þetta einfalt.
Ég vel hann og hann velur mig, og fyrir vikið erum við ótrúlega hamingjusöm því jú það er svo sannarlega hægt að vera
“svona hamingjusamur”.

Jæja- væmna Emilía out.

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj

ebo-11