Emilia skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Emilía- Tortilla dásamlegheit

Ég hef verið að tileinka mér hollann og góðan lífstíl í þónokkurn tíma. Þó verð ég að viðurkenna að ég er MIKILL sælkeri og í raun algjör nammifíkill. Því finnst mér voðalega gaman þegar mér dettur í hug hollar en samt súper góðar útfærslur af mat og kvöldnarsli sem ég get borðað án þess að fá nokkuð samviskubit á eftir.

Hér kemur ein ofureinföld uppskrift sem ég gerði eitt laugardagskvöldið og vakti mikla lukku meðal fjölskyldunnar

Það sem þú þarft er:

Tortilla pönnukökur- ég nota heilhveiti
Súkkulaði spread- ég keypti í Nettó frá merkinu De Rit “Hazelnoot”
Niður skorin jarðaber
Ristaðar kókosflögur frá H-berg

Ef þetta er ekki fullkomið á partýborðið fyrir Júróvision næsta laugardag þá veit ég ekki hvað!

Njótið kæru lesendur,

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj