Emilia skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Emilía – úr þunnum ræfilslegum augabrúnum í þykkar og fallegar.

Núna er ég spennt að deila með ykkur fyrir og eftir myndum af augabrúnunum mínum!

Fyrir tveim mánuðum fékk ég að gjöf RapidBrow.

Ég var búin að taka ávörðun um að mig langaði að þykkja augabrúnirnar mínar og hafði heyrt gott af þessu undraefni.

Ég sóttist fyrst og fremst eftir því að ná betri lögun og eins líka að þykkja þær sérstaklega fyrir miðri brún.
Munurinn er svakalegur á aðeins tveim mánuðum!

Ég átti vissulega von á að þær yrðu aðeins þykkari en ég verð að viðurkenna að þessi
útkoma er mun meiri og betri en ég þorði að vonast eftir.

Ég mæli hiklaust með því að þið prófið en það er mikilvægt að muna að það tekur alveg 6-8 vikur að sjá almennilegan árangur.

Hægt er að nálgast RapidBrow t.d í apótekum.

Kveðja,

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj

ebo-11