Emilia skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Eplabaka sem 4 ára barn getur auðveldlega bakað og bragðið.. mmmmmm

Í morgun langaði Aldísi Huld svo mikið að baka. Ég átti óvenju mikið af eplum og því ákvað ég að
baka með henni einfalda en ofur góða eplaböku.

 

 

Það eru í raun bara 5 innihaldsefni og getur 4 ára barn bakað þessa alveg sjálf.. með smá aðstoð.

Ég nota:

250 gr gróft spelt
150 gr smjör
200 gr sæta (ég nota sukrin gold og kókospálmasykur til helminga)
4 afhýdd epli
Kanill

Epli eru sneidd og raðað í eldfast mót
kanill yfir eplin
Hnoða saman smjöri, hveiti og sætur þar til það er komið vel saman
Deig fer yfir eplin og inní ofn á 180 gráðum í ca 20 mín.

               

 

  

Ég nota alltaf hanska þegar ég er að hnoða svona saman.

 

 

 

 

Kveðja,

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj

ebo-11