ErnaKristín skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Eplakaka með vanillu fyllingu….það gerist ekki betra!

EPLAKAKA

Já það er eitthvað við tímasettninguna sem kallar á eplaköku….það er kannski jólailmurinn og stemmningin, eða aðeins þráin eftir heitri eplaköku með rjóma…NAMM!
Hér er uppskrift af hinni fullkomnu eplaköku með vanillu fyllingu!

Innihald

300gr smjör
300gr hveiti
300gr sykur
3 egg
1 ½ tsk lyftiduft

Best er að láta smjörið standa uppi á borði áður en það fer í hræriskálina.
Þá er það þeytt saman við sykurinn og eggin. Næst er hveitinu og lyftiduftinu blandað saman við. Sett til hliðar á meðan þið gerið fyllinguna til.

Fylling: Royal Vanillubúðingur.
Þeytið vanillubúðingin eftir uppskriftinni sem má finna aftan á pakkanum og látið standa meðan hann stífnar.

Vanillubúðingur
Eplamús ca hálf krukka
1epli skorið í litla bita
kanilsykur

Næst : Smyrjið þið 2/3 af deginu í botninn & á hliðarnar
Setjið síðan vanillu fyllinguna ofan á það
Þar næst eplin & eplamúsina
Stráið svo kanilsykri að vild
Restin af deginu er síðan sett yfir.

Bakist á 180 gráðum í ca 40-50 min, en fylgstu með kökunni kannski tekur það styttri tima. Það fer ekki milli mála hvenær hún er til, hún byrjar að brúnast og endarnir losna frá. Best er að láta kökuna kolna áður en hún er tekin úr forminu, svo það sé auðveldara að taka hana úr forminu.

Verði þér að góðu….
Ps það er æðislegt að hafa ís eða rjóma með!