Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Er ekki tilvalið að gera eitthvað extra jólalegt um helgina – Hérna eru nokkrir skemmtilegir viðburðir fyrir alla fjölskylduna

Jólamarkaðurinn við Elliðarársbæ í Heiðmörk er haldin ár hvert af Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Undanfarin ár hefur verið mikil og ljúf jólastemming hjá okkur á aðventunni, og það er ánægjulegt að sjá að heimsókn á jólamarkaðinn hefur fest sig í sessi sem aðventuhefð hjá mörgum fjölskyldum.  Hugsjón Jólamarkaðsins er að stuðla að fjölskylduupplifun í vetrarparadís þar sem fólk kemur og nýtur sín í skóginum og getur fundið fallegar og nátturulegar vörur fyrir hátíðarnar.
Jólamarkaðurinn í Heiðmörk verður opinn helgarnar frá 25.11 -17.12
frá klukkan 12:00 til 17:00  síðasta helgin er 
16-17. desember.

Jólatorgið í Hjartagarðinum opnar klukkan 16:00 fimmtudaginn 14. desember með pompi og prakt. Fjölbreytt handverk, götugómsæti, söngur og gleði.Ristaðar jólamöndlur. Kíktu í jólastemninguna í Hjartagarðinum og gæddu þér á heitu súkkulaði eða jólaglöggi og taktu þátt í alvöru jólamarkaði að evrópskri fyrirmynd. Sjáumst í Hjartagarðinum á aðventunni.

Jólaskógurinn í Ráðhúsinu verður opinn frá 7. des fram að jólum.  Opnunartími er á milli 8-20 alla daga.  Börnin geta leikið sér í jólakofanum auk þess sum ýmsir skemmtilegir viðburðir verða haldnir í jólaskóginum á aðventunni sem auglýstir verða sérstaklega.   Meðal þeirra er norska fjölskyldumyndin Doktor Proktor og prumpuduftið eftir bók Jo Nesbø sem verður sýnd alla daga á aðventunni bæði kl 11 og kl 13  Jólamyndin er talsett á íslensku og er gjöf Oslóarborgar til ungra Reykvíkinga.  Við hvetjum alla að gera sér ferð í miðbæinn í desember og koma við í Ráðhúsinu í ókeypis bíó.  Þá er hægt að sjá alla jólavættir borgarinnar í Jólaskógi Ráðhússins.

Ingólfstorg breytist í Ingólfssvell í desember. Skautasvellið opnar með hátíðlegri athöfn þann 1. desember kl. 19 og verður síðan opið allan mánuðinn frá kl. 12-22. Frítt er inná svellið en hægt er að leigja skauta ásamt hjálm á staðnum. Jólaþorp rís í kringum svellið og þar verður hægt að versla sér mat og drykk. Jólaskreytingar og jólatónlist sjá svo um að skapa rétta jólandann. Nova í samstarfi við Samsung og Reykjavíkurborg opna svellið á 10 ára afmælisdegi Nova þann 1. desember.

Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað föstudagskvöldið 1. desember 2017 kl. 18 þegar ljósin á jólatrénu á Thorsplani verða tendruð og er svo opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 12-17 og til kl. 22 á Þorláksmessu.

Jólaþorpið er opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni og iðar af lífi og fjöri í kringum jólin.  Litlu fagurlega skreytt jólahúsin eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmisskonar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætum veitingum og vörum til að taka með heim á veisluborðið.  Eftir 14 ár hefur Jólaþorpið náð að heilla landsmenn alla og í auknu mæli ferðamennina sem kjósa að sækja landið heim. Hafnfirðingar sjálfir nýta tækifærið og bjóða í heimboð á aðventunni með viðkomu í jólaþorpinu. Þannig hópast heilu stórfjölskyldurnar og vinahóparnir í miðbæ Hafnarfjarðar og njóta skemmtidagskrár á Thorsplani, kíkja í litlu jólahúsin og verslanir í nágrenninu eða söfn bæjarins, gagngert til að hafa það huggulegt á aðventunni.  Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Jólaþorpinu og notið aðventunnar í sannkölluðu jólaskapi.

Góða skemmtun