Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Er þetta uppskrift fyrir þig? Grillað brauð með bræddum Camembert

 

Ert þú í stuði fyrir eitthvað dásamlegt og sukkað? Finnst þér ostur góður? Þá er þetta uppskrift fyrir þig. Þessi uppskrift er brjálæðislega einföld og alveg hrikalega góð. Það sem þú þarft að eiga er uppáhalds brauðið þitt, marmelaði/sultu eða mango chutney (þú þarft nefnilega að velja hvaða stuði þú ert í) og uppáhalds mygluostinn þinn, ég ákvað að nota Camembert og Mango Chutney.

Aðferð:
Smyrðu 2 brauðsneiðar með mango chutney og leggðu á heita pönnu (láttu chutney hliðina snúa upp) skerðu niður 3-4 sneiðar af Camembert ostinum og settu á aðra brauðsneiðina og stilltu hitann á 3. Þegar osturinn byrjar að mýkjast skaltu setja brauðsneiðarnar saman og búa til samloku, léttsteikja svo á báðum hliðum og ef þú ert í stuði geturu stráð smá oregano yfir brauðsneiðina fyrir extra kryddkeim.

mynd.1

mynd.2

mynd.brauð