Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

ERDEM x H&M – Stuttmynd úr smiðju Baz Luhrmann, leikstjóra Romeo&Juliet, Moulin Rouge og The great Gatsby

ERDEM x H&M

„Ég vildi að myndin væri eins og kvikmynd í fullri lengd. Þetta er nútímaleg ástarsaga sem gerist á sveitasetri sem geymir ýmis leyndarmál og er eins konar myndlíking fyrir nútímann – þetta er erfiður heimur en hérna inni halda þeir hlutir sem skipta máli áfram að vaxa og dafna í eilífu vori,“ segir Luhrmann.

Stuttmynd Baz Luhrmann fyrir ERDEM x H&M gerist á dularfullu sveitasetri þar sem það er „alltaf vor“. Húsið er eins og sérstakur heimur sem er uppfullt af blómum, undir áhrifum hins vinsæla blómamynsturs ERDEM. Þegar ungir vinir koma til að gista verður til ástarþríhyrningur, sem hinir efnilegu leikarar Tom Rhys Harries, Hero Fiennes Tiffin og Ruby Dagnall túlka.

Ásamt þeim fer hin virta leikkona Harriet Walter með hlutverk í myndinni, sem og ofurfyrirsæturnar Saskia de Brauw, Imaan Hammam, Grace Hartzel, Fernando Cabral, Neels Visser og Tony Ward. Luhrmann notar hluti úr ERDEM x H&M línunni til að skilgreina persónurnar og knýja söguna áfram, á meðan hið nýja lag hljómsveitarinnar Years & Years fangar stemningu jákvæðni, vináttu og ástar.

Baz Luhrmann hefur skapað margar af dáðustu kvikmyndum samtímans. Hann leikstýrði til að mynda Moulin Rouge!, William Shakespeare’s Romeo + Juliet, The Great Gatsby og Strictly Ballroom, en hans nýjasta verk er sjónvarpsþáttaserían The Get Down.

ERDEM x H&M línan fer í sölu um allan heim þann 2. nóvember og verður fáanleg í verslun H&M í Smáralind frá kl. 11:00.