Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Tæki & Tækni.

Erna – Búin að græja áramótaheit  nr 1 #tékk

Já ég sagði áramótaheit nr 1 ég setti mér 4 áramótaheit og öll snúa þau að einhverju sem ég ætla að takast á við bæði sem er spennandi og líka sem eru erfið.    Mig hefur lengi langað að eiga saumavél og getað saumað mér föt sjálf, hef oft rokið af stað með einhverja hugmynd um hvað mig langar í en ekki fundið í verslunum.

Kann ég að sauma kann einhver að spyrja!  Svarið við því er nei.. en samt ekki þar sem ég er búin að horfa á fullt af youtube myndböndum og veit svona nokkurn veginn hvernig á að bera sig að.  Eins og svo oft áður var ég með ákveðna hugmynd um það hvernig saumavél mig langaði að eignast eða öllu heldur hvaða fídusa hún þarf að hafa.  Eftir mikið google og heimasíðurannsóknir fann ég saumavélina sem tikkaði í flest boxin.  Áramótaheit nr 1 er semsagt að eignast saumvél og fara að sauma.

Er það ekki með þetta eins og allt annað að æfingin skapar meistarann……………. vonandi!

Ég ætla aðeins að segja ykkur frá græjunni sem ég fékk mér, ég fann hana í Pfaff hún er af gerðinni Husqvarna, það sem gerði útslagið að ég valdi þessa vél er að allar leiðbeiningar eru á íslensku,  Ekki nóg með að bæklingurinn er á íslensku þá eru kennslumyndbönd líka á íslensku þar sem sýnt er hvernig þú getur nýtt þér vélina.

Ég er kannski hallærislega spennt fyrir þessu.

sauma

Hún getur saumað allt frá fínu silki upp í leður  hversu mikil snilld!

HÉR eru frekari upplýsingar fyrir áhugasama

Ég er búin að fara í Föndru og kaupa mér efni í jakka og fékk að taka upp snið hjá þeim sem er í boði fyrir þá sem versla efni.

16215458_10211831117402766_417810531_n

Ég ætla að byrja um helgina að sauma og skal sýna ykkur afraksturinn ef allt fer að óskum 🙂

Ein spennt

erna

krom nafnspjald