Erna – Fönduræðið hjá okkur heldur áfram og nú eru það skrauthringir

Skrauthringir

Ég var búin að sjá nokkrar myndir á pinterest af svipuðum hringum bæði með kerti og án og ákvað að skella mér í föndurgírinn og búa til mína eigin

Þessa hvítu hringi fékk ég í Föndru, þeir eru til í nokkrum stærðum en bara til hvítir og mig langaði að hafa þá svarta.

Þá var það bara næsta mál að mála þá svarta (líka hægt að spreyja) en ég notaði uppáhalds málninguna mína Multi surface sem fæst líka í Föndru.

Þessar kertahöldur eru til í Föndru og ég notaði þær og límbyssu til að festa á hringinn

Skref 1 komið búið að mála hringina og þá er bara að byrja að vefja þá með grænu.

Prufaði fyrst að hafa þá út í glugga

En þeir henta betur á vegginn

Heimagert og skemmtilegt föndur