Erna – Framkvæmdir gráar baðherbergis breytingar

Ég ætla að skella mér í smá framkvæmdir og taka gestabaðherbergið í smá yfirhalningu ætla að vísu ekki að skipta út innréttingunni eða kosta miklu til.  Ég er búin að vera skoða á pinterest og er búin að ákveða að mála bæði veggi og innréttinguna í gráum lit og valdi lit í Slippfélaginu sem heitir kalk-grár

Hér er mynd af gestabaðherberginu fyrir þar sem búið er að prófa litinn sem varð fyrir valinu

 

Hér eru nokkrar myndir sem ég var búin að pinna á Pinterest til að fá hugmyndir.

 

Ég ætla að sýna ykkur fyrir og eftir myndir þegar ég er búin að klára

Kveðja

Erna