Erna – Gamall lampi sem var á leiðinni í Sorpu fær nýtt look

Endurnýting

Ég var að taka til í geymslunni hjá mér og fara með dót í Góða Hirðinn og í ruslið. Þar á meðal var gamall og lúinn IKEA lampi með skerm úr einhverskonar bréfi eins og margir áttu eða eiga.

Ég hætti við að farga honum og tók hann aftur með mér heim og ákvað að prufa að setja á hann nýtt útlit.

Smá tilraunastarfsemi í gangi

Þá var bara að byrja á því að þrífa gripinn.

Og mála!

Þessi málning fæst í Föndru og þú getur málað nánast allt með henni járn, gler. leir, keramik o.s.f.r bæði inni og úti algjör snilld!!

Búið að mála lampann og nú er bara að fara í leiðangur og finna skrautperur.

Og lokaútkoman hann tekur sig ágætlega út gaman að prófa að endurnýta.