Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Erna – Gamlárskvöld er svo sannarlega ekki í uppáhaldi hjá mér!!

Gamlárskvöld

EIns og ég elska jólin mikið þá fer gamlárskvöld alltaf jafn mikið í taugarnar á mér  eða þið vitið….

Já ég segi það bara hreint út þetta er eina kvöldið  á árinu sem ég kvíði  fyrir og hef nánast alltaf gert.

Þetta er kvöld mikilla væntinga flestir yfirspenntir þá kannski sérstaklega börnin og einhverjir sprengjuóðir fullorðnir einstaklingar.

 

Áramótaskaupið á að vera brjálæðislega fyndið og hofða til allra sem er bara ekki hægt!!

Ég verð alltaf rosalega meir og fæ kvíðahnút í magann  þegar … Nú árið er liðið í aldanna skaut: og aldrei það kemur til baka er spilað. Greinilega með aðskilnaðakvíða.

Ég er skít hrædd um að einhver slasi sig með þessar fjaldans sprengjur og blis.

Ég er það taugaveikluð að ég get ekki fengið mér í glas ef eitthvað kemur upp á þá þarf ég að vera reddý að bjarga málunum.

Ég og hundurinn erum allavega að fara á taugum hann fær að vísu róandi  en því miður ekki ég.

Þegar búið er að sprengja upp gamla árið til að fagna því nýja er allt á öðrum endanum og hvað svo……………….

Æ sorry varð bara að koma þessu frá mér en ég á eftir að bera mig vel….

með beyglað bros og öskra annað slagið FARIÐ VARLEGA!!

ennnnnnnnnnnnnnn……..

En okkur hjá krom,is hlakkar mikið til nýja ársins þar sem það eru fullt af spennandi og skemmtilegu  framundan  hjá KRÓM

Má þar fyrst nefna nýtt útlit á krom.is síðunni og ótrúlega spennandi nýjung sem við ætlum að bjóða okkar lesendum.