Erna – Jæja er ekki komin tími til að byrja þetta?

Nú byrja ég þetta ÁR 2018

Ókei dókei

Þá er þrítugasti og eitthvað í jólum búin hjá mér og tími til að koma sér í gang.

Eru ekki áramótin í kína febrúar ætti ég að miða við það?

Jú googlaði “Chinese New Year in 2018 is on Friday, the 16th of February(16/2/2018) “

Nei ætla að fara  milliveginn og byrja 01.febrúar að efna áramótaheitin og plana nýtt ár.  Ég setti mér aðeins öruvísi áramótaheit en áður sem eru bæði skemmtilegri og vonandi áhugaverð.  Ég er rosalega mikill vinnualki og á erfitt með að slíta mig frá tölvunni ég er alltaf að vinna eða skoða eitthvað spennandi.   Þar af leiðandi hef ég vanrækt vini mína og stórfjölskylduna sem er jú bara alls ekki í lagi.

Hérna er listi yfir það sem mig langar að gera á árinu sem tengist ekki vinnu!

Selja húsið

  • Ég ætla að setja húsið mitt á sölu og finna mér minni eign þar sem ég þarf ekki að hugsa um garð helst hafa bara pall eða svalir.    Þá þarf ég ekki að eyða tímanum út í garði með rassinn út í loftið að reyta arfa eða önnur verk sem tengjast því að vera með garð.  Ég hef bara engan áhuga á garðyrkju.  Greiðslubyrgðin ætti að minnka töluvert við það að fara í minna húsnæði og þá opnast tími og tækifæri.

Rækta sambandið við vini og fjölskyldu

  • Ég ætla að rækta sambandið við vini mína og hafa frumkvæði að því að við hittumst oftar.  Mig langar að eiga góð samskipti við fjölskylduna eða réttara sagt meiri samskipti við fjölskylduna mína þar sem samskiptin við nánast alla eru mjög góð.  Hitta þau oftar og skapa skemmtilegar hefðir í kring um það.

Ferðast

  • Mig langar að ferðast á árinu og upplifa skemmtilegar ferðir bæði með vinkonum/frænkum og mínum nánustu.  Þá erum við aðalega að tala um ferðir erlendis en alltaf gaman að kíkja eitthvað innanlands á sumrin.

Finna mér gönguhóp

  • Mig langar að taka þátt í gönguhópi og koma mér upp getu til að fara í lengri ferðir.  Finnst gaman að labba og ennþá skemmtilegra í góðum hópi.

Jólin 2018 erlendis

  • Ég stefni á það að halda jólin hátíðleg erlendis í ár vonandi fæ ég sem flesta með mér.

Já og taka á mataræðinu

  • Borða hollara og tækla sykurpúkann!

Vera skipulagaðri

  • Og ég hlakka mikið til að fá að vinna með öllu þessu án þess að drekkja mér í vinnu…                                                                                                         Gangi mér vel 🙂