Erna – Kíkti í Góða hirðinn og gerði frábær kaup!

Það er nú ekki leiðinlegt að taka gramstúr í Góða hirðinum og leita að einhverju flottu til að endurnýta.

Ég skellti mér í dag í Góða Hirðinn og fann mér geggjaða stóla og sá mikið af flottu sem ég hefði verið til í að kaupa en þarf fyrst að búa til pláss.

Þessi flotti brúni  leðursófi er á 24.500 kr

Fínt sófasett

Þessi leðursófi er mjög næs og kostar 14.500 kr

Þessi sófi er flottur í laginu en frekar illa farinn enda kostar hann ekki mikið geggjað að láta yfirdekkja hann.

Þessi stóll er flottur þarf bara að þrífa hann.

Þessir ruggustólar eru vel með farnir og kosta ekki mikið.

Pluss stólar með kögri eru með því heitara í dag.

Þá kemur að kjarakaupunum mínum!

Keypti 3 stóla 1000 kr stykkið., þeir eru úr járni hrikalega flottir að mínu mati.  Ég er að fara að útbúa vinnuaðstöðu heima og þeir smell passa þar.  Ég ætla að sýna ykkur það verkefni seinna.

Mikið til af flottum skápum , borðum og kommóðum

Það þyrfti ekki mikið til að gera þessi náttborð súper flott.

Fullt af sniðugum smávörum og heimilisdóti.

Eru að spá í að stofna hljómsveit?

Og eins og alltaf er hægt að finna fullt fyrir krakkana.