ErnaKristín skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Erna Kristín – Að lifa í ótta er ekkert líf! Við deyjum öll einhverntíman….spurning að lifa lífinu þangað til ?

Að lifa í ótta er ekkert líf.

Já èg viðurkenni að èg er hádramatísk manneskja og trúlega mjög lífshrædd, og ekki skánaði það eftir að èg varð mamma.
Èg skelf á leiðinni í flug og ofanda mig í gegn um lendinguna. Èg reyni að velja löndin sem èg ferðast til út frá frá því hversu ólíklegt það verði hryðjuverkaáras þar og èg reyni að lesa bílstjóran á móti mèr þegar èg mæti honum á heiðinni.
Nei þetta eru ekki ýkjur og ég skelf einnig við að skrifa þennan pistil eftir fréttir sem bárust fyrr í vikunni frá New York. Ég er alltaf svo hrædd, og það gjörsamlega eyðileggur alla stemmningu.
Hversu þreytandi ? Hversu mikið sálar fangelsi og frelsis leysi ?
Ég endurtek….að lifa í ótta er ekkert líf.

Manneskja sem er varkár allt sitt líf gæti vel orðið fyrir eldingu rètt eins og manneskja sem skoðar heiminn, frjáls og óttalaus.
Núna erum við fjölskyldan að fara eyða jólunum í NYC. Èg er búin að vera rifna úr spennu en á sama tíma rifna úr hræðslu, þetta er jú ekki beint öruggasta landið að velja, ég hefði getað valið Færeyjar frekar, eða bara skelt mér til Vestmannaeyja. Ég hef farið áður til New York, var þá svo heppin að upplifa borgina án nokkurs ótta…það var einstakt og æðislega gaman!
En þessi hræðsla sem ég er að upplifa núna er algjör mötun fjölmiðla….
þetta er að skemma fyrir mèr ferðina……það er ekkert skemmtilegt að ferðast í ótta.
Og það er ekkert skemmtilegt að hlakka til í ótta.

Hryðjuverkaárásir eru víða um heim allan, fjölmiðlar sjá til þess að við missum ekki af neinu og þá sèrstaklega ekki ef sprengt er upp hvíta fólkið….sorgleg staðreynd dagsins. Èg er nú samt ekki að meina að èg vilji ekki vita af þessu, eða loka augunum fyrir því sem er að skè, en hvað með alla gleðina ? Allt það fallega sem er að skè í heiminum? Er ekki pláss fyrir það í fjölmiðlum til að vega upp á móti?…….èg að minsta kosti fann heilan helling af fallegum hlutum sem eru búnir að gerast í heiminum núna seinustu mánuði, sem èg hef hvergi séð minnst á í íslenskum fjölmiðlum, því þeir fá trúlega ekki jafn mörg “klikk” eða lestur og allur hryllingurinn sem við erum mötuð á….Mæli með þessari síðu ef þið viljið fylgjast með jákvæðum fréttum um heiminn allan: FALLEGAR FRÉTTIR

En já sorglegar fréttir bárust frá NYC, en það var sprengt þar fyrr í vikunni…eða gerð tilraun til þess.
Sá sem sprengdi er sá eini sem er alvarlega særður….þetta hefði getað farið mun verr. Og það er enmitt ástæðan fyrir þessum skrifum mínum. Ég samstundist hringdi í flugfélagið, kannaði hversu dýrt það væri að breyta farmiðunum og á innan við 20mín var ég búin að skoða alla áfanga staði sem flugfélagið býður upp á og búin að íhuga það að hætta við ferðina sem er eftir aðeins 4daga. Þar til mér var bent á, að ég gæti lent í bílslysi og dáið á leiðinni í vinnuna á morgun, greinst með krabbamein eða dáið úr hjartaáfalli án nokkurs fyrirvara. Já hérna á Íslandi meira að segja. Ég gæti dáið við nánast hvað sem er í daglegu lífi, en óttast ég það? Nei….ekki svona eins og ég óttast hryðjuverk….en það er líka búið að stimpla því inn í hausinn á okkur. Ég opna ekki fjölmiðla án þess að lesa eitthvað hræðilegt, stunum gamlar fréttir sem þau pósta aftur. Stundum fréttir af fréttum af fréttum sem var svo bara klikkbeita. En á sama tíma hefur það samt áhrif, maður verður hræddur og er tilbúinn að hætta öllum plönum og í raun bara tilbúinn að hætta að lifa. Loka sig bara inni í herbergi og vona það besta….En þegar ég skoðaði áfangastaðina sem eru í boði, alla þessa FALLEGU staði sem heimurinn býður upp á þá áttaði ég mig á því að ég væri gjörsamlega að láta óttan ráða.
Og tala nú ekki um að ég fann aðeins einn áfangastað af þessum öllum sem ég var fullkomlega örugg með…..það er hætta á að eitthvað gerist hvar sem er hvenær sem er.
En ef við kjósum að lifa þannig, að þora ekki og láta óttan stjórna þá getum við alveg eins lokað okkur inni á baði og sleppt öllu og í raun bara hætt að lifa.


Við deyjum öll einhverntíman….spurning að lifa lífinu þangað til ?
óttalaus og fráls?
…eða bara lifa ekki og deyja svo samt?
Ég ætla að velja fyrri kostinn og ég ætla EKKI að lifa í ótta og leyfa ringlulreiði heimsins að stjórna gleðinni og hamingjunni sem á sér stað í allt i kringum okkur.

Þessi mynd er tekin í Subway í NYC árið 2014…..óttalaus & frjáls. 

Hamingjan og gleðin vegur þyngra en óttinn og ógeðið.

Fyrir ykkur sem viljið fylgjast með okkur í NYC yfir jólin þá tek ég snappið með mér : Ernuland

Þar til næst!

Erna Kristín