ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Erna Kristín – Ætlar þú bara að gefa eitthvað? Hvað með að gefa gjöf sem er mikilvægari en allar aðrar?

Mig langar að segja ykkur aðeins frá sönnum gjöfum!

Sannar gjafir

Sannar gjafir UNICEF eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir bágstödd börn. Gjöfunum sem þú kaupir í vefverslun UNICEF er dreift til barna og fjölskyldna þeirra í samfélögum þar sem þörfin er mest.

 

Sannar gjafir UNICEF eru keyptar í nafni þess sem þig langar að gleðja. Þú færð fallegt gjafabréf með ljósmynd og lýsingu á gjöfinni og lætur viðkomandi fá bréfið. Hjálpargögnin sjálf eru hins vegar send úr birgðastöð UNICEF til barna í neyð.

Þú getur valið um margs konar hjálpargögn í öllum verðflokkum. Öll eiga þau eitt sameiginlegt: Að bæta líf barna um víða veröld.

Er hægt að gefa fallegri gjöf? Ég er viss um að svo sé ekki…..Þú getur verslað Sannar gjafir : HÉR á sannargjafir.is & einnig getur þú verslað falleg kort hjá Lindex sem kosta aðeins 1500kr og með því að versla þau ert þú að gefa bágstöddum börnum nauðsynlegan pakka bætiefna sem heldur þeim á lífi og gefur þeim tækifæri á að lifa. 1500kr er alls ekki há uphæð og mjög sniðugt að versla kortin hjá Lindex og skella þeim með í pakkana!

Gefum sannar gjafir, þær eru mikilvægari en allar aðrar!

Þar til næst

xx

Erna Kristín