ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Erna Kristín – Afhverju er mikilvægt að nota samfélagsmiðla til góðs

Þeir sem fylgjast með mér á samfélagsmiðlum, þá allra helst á Snapchat : Ernuland, vita að ég nota miðilinn óspart til að miðla góðum málefnum áfram. Hvort sem það eru málefni sem er erfitt að opna sig með, sem á sama tíma eru mikilvæg fyrir samfélagið…eða þá kasta inn, eða segi frá styrktartónleikum fyrir langveik börn, þar sem foreldrar eða frændfólk og vinir hafa haft samband í söfnunarferlinu með veikt barn sem þarf að komast í aðgerð sem viðkomandi hefur ekki efni á. Fyrir mér er það ekki spurning, ég vil nýta þessa miðla, sem bæði hafa sýna kosti og galla til góðs og miðla upplýsingum sem raunverlegu skipta máli.

Ég vinn alfarið í gegnum samfélagsmiðla, og er þetta mín tekjulind. Það tók mig langan tíma að byggja upp þann fylgjendahóp sem ég er með núna og ég elska að geta nýtt þá til góðs, mínar dyr eru og verða alltaf opnar, því að hjálpa öðrum er mín ástríða.
Á mínum miðlum sýni ég frá daglegu lífi, eins og það er….ég hef engann tíma til að skella upp glansmynd, og fá því fylgjendur mínir beint í æð hvernig heimilislífið er, og það er akkurat það sem færir fylgjendur mína nær mér og minni ástríðu.
Einnig auglýsi ég fyrir fyrirtæki, en eins og ég sagði, þá eru þessir miðlar….mín tekjulind. Ég hef haldið utan um 3 safnanir, eina fyrir börnin í Kenya, en þá safnaði ég yfir 600þúsund og rakaði af mér hárið
( það var áður en ég opnaði alla mína miðla )

síðan í fyrra safnaði ég 1,7 milljón í gegnum snapchattið mitt fyrir ungabörn sem voru deyjandi úr næringaskorti í Nígeríu, og núna ásamt vinkonu minni Söru Mansour tók ég yfir neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn Róhingja. Einnig hef ég núna 4 ár í röð gefið listaverkin mín, þeim sem hafa ekki efni á því að gefa nánum fjölskyldumeðlimum jólagjafir. Ég sagði fyrst frá því á mínu persónulega Facebook-i sem nær utan um mjög takmarkaðan fjölda, en samt kom fólk og nýtti sér boðið.
Eftir að ég opnaði samfélagsmiðla þá fyrst náði ég til stærri hóps, og get þá enmitt hjálpað fleirum.

Núna get ég loksins komið mér að efninu…..Afhverju er mikilvægt að nota samfélagsmiðla til góðs?
Þetta snýst ekki um athygli eða að grodda sig og vonast eftir hrósi, þetta snýst um að hjálpa og gefa náunganum innblástur til að vilja gera hið sama! 

Fyrst vill ég taka fram að með þessum skrifum er ég ekki að segja að allir þeir sem eru á samfélagsmiðlum þurfi að missa sig í góðgerðarmálum eða öðru…þetta er engin regla sem fylgir því að vera stór á samfélagsmiðlum. Alls ekki…hver velur fyrir sig.
Eina sem ég vil reyna að segja er, það er í raun alltaf pláss fyrir þessi málefni, því ef það er ekki pláss fyrir þau……þá erum við farin að missa sjónar á því hvað raunverulega skiptir máli.
Ég vil í raun bara aðeins vekja athygli á því, hvað máttur samfélagsmiðla er mikill. Hversu mikilvægt það er að nota samfélagsmiðla til góðs.

Þegar ég safnaði fyrir börnin í Kenya, þá sá fréttaveitan alfarið um auglýsingar…ég var ekki með neina opna miðla til að auglýsa og treysti því á fréttablöðin að sjá um þetta, miðla til fólks. Ég náði um 600þúsund kr sem fór í uppbyggingu á skóla fyrir börnin í Kenya. Ég lofaði því að ég myndi raka hárið af, ef ég myndi ná 500þúsund kr….svo já, hárið fékk að fjúka. Eins og ég segi, þá voru það fréttablöðin sem sáu um auglýsingar….þetta er árið 2012, og samfélagsmiðlar ekki orðnir jafn sterkir og í dag.

Þegar ég safnaði fyrir vannærð ungabörn í Nígeríu, þá nýtti ég mér Snapchattið mitt og allan þann fjölda sem þar er inná. Ég náði á mjög stuttum tíma 1,7 milljón.
Þessi upphæð bjargaði um 250 ungabörnum frá því að deyja úr næringaskort.
Ég græt enn þann dag í dag, öll þau börn sem dóu, en um 200 börn voru að deyja á dag. Fólk þarf aðeins að velta þessari tölu fyrir sér til þess að átta sig á henni.

Núna stendur yfir söfnun fyrir börn Róhingja, en við Sara Mansour tókum yfir neyðarsöfnun UNICEF og nálgumst núna 2milljónir! Við ákváðum að sameina krafta samfélagsmiðla og fengum með okkur í lið fleiri áhrifavalda sem voru tilbúnir að gefa vinnuna sína og tíma til þess að hjálpa okkur, að hjálpa þessum börnum.
En hver er ekki tilbúinn að gefa vinnuna sína fyrir deyjandi börn?

Börn Róhingja hafa þurft að þola hræðilega hluti, hluti sem enginn á að þekkja. Þau hafa horfa á foreldra sína pyntaða á hrottalegan hátt þar til þau deyja. Ástandið er hræðilegt & það er akkurat þessvegna sem við getum ekki horft til hliðar, eða látið eins og það sé ekki pláss á samfélagsmiðlunum okkar fyrir þetta.

Þetta er svona helst ástæðan fyrir því að það er mikilvægt að nota samfélgasmiðla til góðs. Samfélagsmiðlar og áhrifavaldar sem taka að sér svona verkefni geta bjargað lífum….lífum ungra barna frá því að deyja úr vannæringu, eða barna sem eru í hættu á að vera drepin og misnotkuð. Já ég tel þetta nokkuð gilda ástæðu.

Ég er ekki að grodda mig á þessum verkefnum sem ég hef tekið að mér, ég er samt sem áður mjög stolt af sjálfri mér og þakklát fyrir því að sjá hvað raunverulega skiptir máli.
Ég hvet alla sem gera góðverk að segja frá þeim, því þá fyrst fá aðrir innblástur og vilja gera það sama.
Það er falleg að hjálpa og gefa, ef þú kýst að gera það í hljóði…þá virði ég það.
En ég vil samt hvetja þig til að gera það svo allir sjái, svo allir sjái hvað það er mikilvægt að hjálpa þeim sem minna mega sín, svo allir sjái að það er hægt að breyta heiminum ef við stöndum saman, svo allir finni það í hjarta sínu að vilja gera það sama!
Ég hef oftar en einusinni fengið að heyra frá fólki sem tók sig til, safnaði og hjálpaði öðrum því ég og aðrir veittu þeim innblástur….yndisleg tilfinning og akkurat þannig á það að vera!

Við lifum við svo mikil forréttindi, við höfum pláss, nýtum það! 

Þar til næst!

xx

Erna Kristín