ErnaKristín skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Erna Kristín – Bleika línan samanstendur af 18 flíkum

Nú í ár styður Lindex  baráttuna gegn brjóstakrabbameini með sölu á lúxus undirfatalínu þar sem 10% af sölu línunnar rennur til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini.

“Við vildum búa til fallegar flíkur fyrir góðan málstað. Með áherslu á fegurð og þægindi hönnuðum við þessa undirfatalínu með fáguðum efnum og fínlegum smáatriðum í fallegum litum allt frá dimmbleikum í dökkrauðan” segir Annika Hedin, yfirhönnuður Lindex.

Bleika línan

Bleika línan samanstendur af 18 flíkum af heimafatnaði og undirfatnaði í miklum gæðum; brakandi hvíta silkiskyrtan, mjúka gráa kasmír settið og flauels sloppurinn í antikbleiku ásamt undirfötum í bleikum og svörtum tónum með glæsilegri blúndu. í línunni er einnig að finna mjúkan brjóstahaldara fyrir konur sem hafa farið í brjóstnám. 

Af sölu bleika armbandsins sem er með gylltri keðju og fallegum bleikum steini mun allur ágóði renna til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Sú barátta er stór hluti af skuldbindingu Lindex sem hefur síðustu ár safnað fé til styrktar málstaðnum.
Línan kemur í takmörkuðu magni í verslanir Lindex þann 6.oktober nk. 

                                                      Nokkrar lykilstaðreyndir um Lindex:

Lindex rekur nú 7 verslanir á Íslandi, í Smáralind, Kringlunni,  á Glerártorgi á Akureyri, Laugavegi 7 og i Krossmóum í Reykjanesbæ ásamt netverslun á lindex.is.

Lindex býður upp á kventískufatnað, nærfatnað, barnafatnað og snyrtivörur á hagkvæmu verði

Lindex starfrækir tæplega 500 verslanir í 16 löndum og verslanir á netinu í öllum ESB löndum

Hjá fyrirtækinu starfa um 5.000 manns og um 100 manns á Íslandi

Aðalskrifstofur Lindex eru í Gautaborg i Svíþjóð

Lindex tilheyrir Stockmann Group sem er aðili að finnsku kauphöllinni

Lindex á Íslandi styður baráttu UNICEF fyrir bættum hag barna í heiminum og Krabbameinsfélag Íslands Frekari upplýsingar má finna á www.lindex.is og á Facebook – Lindex Iceland

Þar til næst

xx

Erna Kristín