ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Erna Kristín – Byrjum vikuna á spjalli við söngfuglinn Elísubet Ormslev!

Tók skemmtilegt viðtal við hana Elísubet Ormslev!

Það er bjart framundan hjá þessari draumadís og það verður gaman að fylgjast með henni og þeim verkefnum sem eru í vændum! 

 

Nafn :
Elísabet Ormslev

Hvað ert þú búin að vera bralla síðustu vikur/mánuði ?
Síðustu mánuðir eru búnir að vera algjör veisla. Hef verið að ferðast mikið, njóta og upplifa nýja hluti. Ég byrjaði að kenna söng aftur sem er alveg dásamlegt og gefandi ásamt því að vinna í nýrri tónlist með hæfileikaríku fólki sem kemur út bráðum. Síðan ég er svo ótrúlega lánssöm að vinna við það sem ég elska mest; að syngja. Beisikklí brjálað en jafnframt hrikalega skemmtilegt að gera!

Hvað er frammundan ?
Mörg skemmtileg og krefjandi verkefni. Ég er að undirbúa það að gefa út nýtt lag og myndband sem ég ætla að reyna að koma út í kosmósið eins fljótt og hægt er. Ég er markvisst búin að setja mér markmið fyrir þetta ár í tónlistinni sem ég vona að sem flestir fái að njóta. Hrikalega spennt fyrir þessu öllu saman.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í þínum frítíma?
Ég elska fátt annað en að ferðast og skoða nýja hluti og reyni að gera það eins mikið og ég get þegar ég fæ frí, þó svo það sé bara að stökkva yfir langa helgi. Svo umgengst ég vini mína rosalega mikið og reyni að vera sem minnst heima að gera ekkert og sem mest með þeim að skapa nýjar minningar.

Ertu með einhver LifeHacks sem þú vilt deila með okkur hinum?
Prófiði að byrja daginn á því að anda djúpt ofan í maga 3x og segja eitthvað fallegt um ykkur sjálf 3x upphátt. Þetta er kannski ekki “lífhakk” en ágætis mantra og svínvirkar. I dare you.

Á að skella sér í sólina í sumar?
Ekkert ákveðið með sumarið ennþá en ég ætla að reyna að skreppa til Los Angeles til vinkonu minnar í apríl. Svo er ég að skoða það að fara með vinkonuhópnum á einhvern nýjan og framandi stað í maí. Við reynum að ferðast sem mest saman og í þetta sinn er Króatía efst á lista.

Hvaða samfélagsmiðill er þinn uppáhalds?
Instagram er í fyrsta sæti og Twitter fær að vera í öðru. Ég er lang virkust á instanu en Twitter kíki ég á rétt fyrir svefninn til þess að “catch up on the f***ery” eins og ég kýs að kalla það.

Er hægt að fylgjast með þér á samfélagsmiðlum?
Á instagram (þar sem ég er lang virkust) er ég undir “elisabetormslev”.
Facebook like síða: www.facebook.com/officialelisabetormslev/
Snapchat: elisabetormslev
Twitter: eliormslev

Og að lokum, hvert er þitt vandræðalegasta móment by far?
Ég var 12 ára með mömmu minni á frekar fancy hóteli í Minneapolis, Bandaríkjunum. Ég vakna um miðja nótt, gjörsamlega milli svefns og vöku og þurfti svona rosalega að pissa. Ég fer hurðavillt og enda frammi á gangi sem var stór og langur og leita að klósetti í svona 10 mínútur. Finn það ekki og enda á því að geta ekki haldið í mér lengur, standandi á miðjum gangi hjá lyftunum á nærbuxum og hlírabol, ennþá ekki fullkomlega vakandi og pissa á mig. Það var teppi á þessu gólfi sko. Ljósrautt teppi. Hvað nota ég til þess að þurrka þetta? Jú, eitt stykki Star Tribune dagblað úr bunkanum á fína eikarborðinu sem var þarna. Hvert setti ég síðan dagblaðið? Man það ekki. Ekki í ruslið. Ég hef lifað í skelfingu síðan að þetta sé til á eftirlitsmyndbandi einhvers staðar.

Þakka Elísubet fyrir skemmtilegt spjall! Hæfileikarnir leyna sér sko ekki! 

Þar til næst

xx

Erna Kristín