ErnaKristín skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Erna Kristín – Ég er hreint út sagt, ástfangin af nýju skónum mínum!

Mig hefur lengi dreymt um hvíta Timberland skó….
draumurinn varð að veruleika um daginn.
Ó þeir eru svo fallegir!

“Sagan hófst árið 1918 í litlu skófirma í borginni Boston í Massachusetts-fylki í Bandaríkjunum.
Þá byrjaði Stofnandi Timberland, Nathan Swartz, feril sinn sem lærlingur í skósmíði.
Hann skar leður, saumaði skó, lærði starfsgreinina og handverkið frá grunni.”


Timberland skórnir eru hlýjir, slitsterkir, vatnsheldir og fullkomnir fyrir íslenskt veður!

Einnig fékk ég vatnshelt sprey sem er hægt að nota til að vernda skóna frá drullu og salti sem er mikið þegar frostið er komið. Ég mæli svo með að fá einnig skrúbb og bursta sem er notað ef maður til dæmis rekur skóna í eitthvað og þarf að fjarlæga blettina, en sá gjörningur er einfaldur og tekur mjög stutta stund!

Bassi fékk sér einnig Timberland skó, en hann valdi sér strigaskó í þetta skiptið. Honum líður best í léttari skóm…og þá er heppilegt hversu vel vandaðir Timberland skórnir eru því með góðum ullarsokkum eru skórnir nægilega hlýjir fyrir íslenskan vetur.

Hægt er að finna allskonar týpur á allan aldur!
Ég mæli með að kíkja við í verslun þeirra í Kringlunni eða skoða heimasíðuna þeirra Timberland.is en svo er einnig hægt að fylgja þeim á Facebook : HÉR !

Þar til næst !

xx

Erna Kristín

Snapchat & Instagram : Ernuland