ErnaKristín skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Erna Kristín – Ég var með uppeldismálin alveg á hreinu þar til ég eignaðist mitt eigið

Áður en ég eignaðist Leon Bassa var ég nánast alvitur um barnauppeldi….að mínu mati.
Ég man þegar ég horfði á foreldra bugast yfir barninu sínu sem tók kast í nammideildinni í bónus og neitaði að standa upp, bara því það mátti ekki fá gúmmíbirni.
Eða þegar ég fór í heimsókn til vinkonu minnar og sá að barnið hennar var að fá sér ís á virkum degi á meðan hún sat lömuð uppi í sófa að setja saman ósamstæða sokka með ógreitt hárið.
Þá man ég að ég hugsaði alltaf hvernig ég myndi gera þetta betur þegar ég myndi eignast barn, hversu auðvelt það yrði að tækla þessa hluti því ég myndi vera svo frábær uppalandi með allt á hreinu.

14248826_1110623919005852_49680252_n-1
Ég var með allskonar hugmyndir í hausnum af góðum ráðum, trixum og allskonar leiðum sem ég ætlaði sko að nota og sá að þessir foreldrar voru greinilega ekki búin að kynna sér uppeldisráð, enda börnin þeirra algjörlega stjórnlaus.
En þess má geta að ég var með þessi frábæru ráð í huga eftir 10tíma svefn, þrjár kaffihúsaferðir og sófakúr yfir miðjan daginn þar sem áhyggjurnar voru á borð við, í hverju á ég að fara út að borða í kvöld, eða æ ég næ ekki að leggja mig áður en ég kíki á barinn.
Núna sit ég uppi sófa, hliðana á hæðsta þvottafjalli sem ég hef séð, og það er jafn ólíklegt að ég finni samstæða sokka og að finna nál í heistakki.

14249018_1110623915672519_1898171089_n
Ég horfi á vegginn minn sem er ekki hvítur lengur, heldur einnig grænn og gulur eftir listaverk sonarins. Ég horfi á ísbréfið á gólfinu sem er einnig klístrað við bleyjuna sem ég gleymdi að henda. Ég man vel eftir öllum þeim greinum og uppeldisráðum sem ég var búin að lesa og kynna mér…….en eftir 4tíma svefn, klósettferðir með hangandi apabarn um hálsinn, graut í hárinu og kalt kaffi þá játa ég mig sigraða og set uppeldismedalíuna á hilluna.
Ég á glaðan, heilbrigðan, flottan strák sem knúsar, kyssir, syngur, hoppar, skoppar, hlær, leikur, grætur, öskrar, og enmitt….kastar sér í gólfið ef hann fær ekki kókosbollu í morgunmatinn….sem jú hann fékk um daginn, en við skulum ekki ræða það móment nánar.
Miða við gleðina sem skín í gegnum litla barnið mitt þá hlýt ég að vera gera eitthvað rétt, allar þessar greinar og uppeldisráð skila sér greinilega ómeðvitað því ég gæti ekki verið stoltari af litla orkuboltanum mínum sem er jú líklega í augum margra “óþekkur” “frekur” “með mömmu sína í beisli” & “stjónlaus” En við skulum bara aldrei gleyma því að við erum öll að gera okkar besta. Ef börnin okkar eru ánægð og heilbrigð, taka köst í bónus eða fá ís á virkum degi, þá gæti enginn gert þetta betur en akkurat við.
Verum stolt og örugg í uppeldi barnanna okkar og hættum að hafa áhyggjur af barnlausu stelpunni sem starir á þig undrandi augum á meðan þú reynir að tækla litla öskurapan þinn í bónus sem neitar að standa upp úr gólfinu því hann fær ekki gúmmíbirni.

Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með okkur á Snapchat & Instagram “Ernuland”

xx

Erna Kristín