ErnaKristín skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Erna Kristín – Ég var svo heppin að finna sálufélaga minn ung

A.T.H VARÚÐ VÆMIÐ

Ég var svo heppin að finna sálufélagan minn ung. Ég var rétt um 18 ára þegar við byrjuðum að hittast og það hafði sínar beygjur og hindranir. Ég var aðeins 18 ára og hann 8 árum eldri, átti barn og var á allt öðrum stað en ég í lífinu, en það virðast engar hindranir geta stoppað það sem á að verða. Fyrir það er ég þakklát.

Árið 2018 ætlum við að ganga í það heilaga, en þá erum við búin að vera saman í tæp 10ár. Ég trúi ekki að það séu liðinn svona langur tími…ég er alveg á sama stað og þegar ég var 18 ára gömul. Spennan, fiðringurinn & ástin…..

Heppilegt líka þegar húmorinn er sá sami…..haha! 

Öll sambönd taka sínar hæðir, en það er ástæða fyrir því. Ekkert samband endist í það endanlega án smá vindkviða, og þá sérstaklega í byrjun. Þú ert að kynnast öðrum einstakling, sem hefur aðrar skoðanir, þarfir, langanir og mjög oft allt aðra sýn á lífið en þú. Þið eruð að læra inn á hvort annað. Án vindkviðanna og stormanna sem koma innan sambanda verður í raun ekkert raunverulegt samband, þið náið ekki að kynnast á því leveli sem er svo rosalega nauðsynlegt að komast á. Jú mörg sambönd komast langt án vindkviða, en ég efast um að spennan, fiðringurinn og þessi eldmóða ást sé þá í hæðstu hæðum…en það sem ég er að reyna segja er: ekki flýja aðstæður þegar þær verða erfiðar í sambandinu, ekki beila þegar á móti blæs…þetta eru akkurat skrefin sem sambönd á milli tveggja einstaklinga þurfa svo manneskjurnar læri inn á hvor aðra….og þá er ég ekki að tala um uppáhalds lit eða salatdressingu…heldur þetta sem raunverulega skiptir máli.
Virðingin, ástin, vinskapurinn og þessi dýpri þekking á einstaklingum sem þú elskar fer á allt annað level, sambandið fer á tilfinningadýpra level og þið styrkist. Það eru allt allt allt of margir sem flýja um leið og fyrsta vindkviðan lætur sjá sig….Ég er svo þakklát fyrir að hafa ekki gert það, en við höfum lært að það skiptir ekki máli hvað gerist, við komumst í gegnum það saman, en það er vegna þess að við höfum lært svo vel inná hvort annað, við höfum barist í gegnum sterkustu stormana og sigrað þá. Ég vil ekki takast á við erfðileika mína ein, ég vil gera það með honum, því hann er sá rétti.

Snapchat & Instagram : Ernuland

xx

Erna Kristín