ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Erna Kristín – Einn af mínum uppáhalds

Fór um daginn með góðum vinkonuhóp út að borða á einum af mínum uppáhalds matsölustöðum í Reykjavík. Staðurinn heitir Tapas og er klárlega einn af heitustu stöðunum í dag. Maturinn er alltaf á öðru leveli góður og þjónustan klikkar ekki. Suðræn stemning og glæsilegir kokteilar!

Við Thelma að eiga rómantíska stund yfir matnum….Sem btw var svo góður! Var ég kannski búin að segja það? mmM!

Smá brot af matnum sem við fengum. Ég rúllaði út, bókstaflega…ég var södd & alsæl eftir þessa veislu!

Emilia & Tinna kátar eftir veislu kvöldsins!

Mæli mjög svo mikið með að byrja gott kvöld á Tapas Barnum. Ég hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum og ég gef staðnum, matnum & þjónustunni fullt hús! Takk fyrir okkur!

Hægt er að skoða matseðilinn : HÉR !

xx

Erna Kristín