ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Erna Kristín – Ekki vera bara mamma, vertu líka vinur

Ég eignaðist mitt fyrsta barn árið 2014, var ný orðin ólétt á 23 ára afmælinu mínu….hafði auðvitað ekki hugmynd um það, en þessi litlu laumufarþegi var bókstaflega laumufarþegi þar til ég var gengin 3 mánuðu…já ég vissi ekki af litlu orkuboltanum fyrr en ég var gengin 3 mánuði takk fyrir pent!

En nóg um það, konur hafa fætt börn án þess að þær vissu af þeim þarna inni, svo þetta er kannski ekki jafn mikið sjokk fyrir ykkur & það var fyrir mig….En titillinn á pistlinum hljómar svona: “ekki vera bara mamma, vertu líka vinur”…já eða vinkona. Ég er núna búin að vera mamma í 2 & hálft ár. Æðislegt hlutverk og allt það, gefandi, magnað, þreytandi, erfitt, frábært, þroskandi, magnað, forréttindi og allt þetta…..þið þekkið þetta. En það sem ég er farin að finna núna eftir að litli gormurinn minn hann Leon Bassi er ekki lengur þetta ungabarn sem hann jú var fyrir viku síðan….eða þið vitið, tíminn líður svo hratt, var ég ekki að fæða hann í gær ? þið hafið heyrt þetta alltsaman líka…….Allavegana, þá er hann orðinn meira svona krakki…..sem er geggjað, því fyrst núna get ég verið vinkona hans líka samhliða mömmuhlutverkinu! MAGNAÐ!

Það er raunverulega ekkert skemmtilegra en að gefa sér TÍMA, já við foreldrarnir eigum það til að gleyma að gefa börnunum okkar tíma….það gengur ekki, á ég að segja ykkur afhverju? jú því krakkarnir okkar eru ógeðslega skemmtilegir….það er sífellt að koma mér á óvart hvað Leon Bassi er t.d fyndinn…hann er bilaðslega mikill húmoristi, gáfaður, klókur og með mömmu sína í rassvasanum. Það er ekkert smá skemmtilegt að kynnast þessum magnaða karakter, en það þarf að gefa sér tíma í það…..gefa sér tíma í það? spáið aðeins í því hvað þetta hljómar bilaðslega…..gefa sér tíma. Börnin okkar eiga, já ég sagði EIGA…skilið okkar tíma, okkar athygli, okkar nærveru og síðast en ekki síst, okkar VINSKAP! Vá ég er on fier hérna….ég er bara svo hamingjusöm að eiga þennan frábæra vin sem er sonur minn.

Ég elska t.d að dunda með honum, bara við tvö. Fara tvö í labbitúr og tala um allskonar bull…ég segi bull því hann skilur takmarkað hvað ég er að segja & það sama gildir um mig, ég skil hann takmarkað….en ég held að það sé akkurat glugginn til að byrja alvuru vinskap við börnin okkar. Við munum öll hvernig það var að kynnast krökkum þegar við vorum lítil….maður bankaði á hurðina hjá ókunnugu barni, svo horfðumst við í augu án þess að segja nokkuð stakt orð vegna feimni og eftir smá stund byrjuð að leika…..það þarf ekkert alltaf að skilja hvort annað í tali fullkomlega ef líkamstjáningin og nærveran er til staðar. Með þessum skrifum vil ég hvetja ykkur foreldrar að byrja að nálgast börnin ykkar sem jafningja og vini um leið og glugginn opnast! Þetta eru einstaklega dýrmæt tengsl sem geta ekki verið annað en góð fyrir framtíðina!

Sko sjá okkur bara…eins náttföt, gleði, leikur….hvað þarf meira? 

xx

Erna Kristín