ErnaKristín skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Erna Kristín – Ekki vera foreldrið sem sýnir stéttaskiptinguna í gegnum jólaskóinn

Eftir að ég eignaðist Leon þá skil ég betur þessa þörf að dekra barnið sitt & gefa því allt það besta & flottasta.
Þessi þörf er raunveruleg, skiljanleg og auðvitað í lagi á nánast öllum stundum. En ekki einni.

Ekki þegar það kemur að jólaskónum.

Ekki dekra barnið í gegnum Jólasveininn. Jólasveininn sem hefur ekki tök á að dekra öll börnin.
Jólasveinninn gefur t.d mandarínur, skemmtilega miða með fyndnum setningum, sleikjó & kannski spítukall sem hann “föndraði” sjálfur, Jafnvel lítið og ódýrt dót um helgar, en hann gefur ekki Iphone, rafmagnsbíl, tölvuspil eða nýjar gallabuxur. En þú getur gert það, þá er ég ekki að meina í gegnum jólaskóinn, því þú ert ekki jólasveinninn er það nokkuð?

NEI…..jólasveinninn mismunar ekki.

Þannig ég er með lausn, sem vonandi flestum líkar. Dekrum í gegnum jóladagatalið frekar en jólaskóinn, þá erum það VIÐ sem erum að dekra þau, EKKI jólasveinninn. Það er alls ekkert að því að gefa magnaðar gjafir í jóladagatalinu, það er okkar val og afhverju ættum við líka að gefa jólasveininum kreditið af Iphone símanum, eða nýju gallabuxunum?

Ættum við ekki frekar að leyfa jólasveininum að hafa sinn standard, standard sem gefur ekki öðrum foreldrum kvíðahnút 13 dögum fyrir jól? Standard sem fær ekki lítið hjarta í frímínútum til að frjósa þegar það áttar sig á því að Jólasveinninn elskar sig minna en hin börnin?

Hugsum þetta aðeins lengra áður en við förum í hlutverk sveinka…..það er mín jólaósk til ykkar.

keep-calm-and-remember-santa-loves-you

xx

Erna Kristin

Snapchat & Instagram : Ernuland