ErnaKristín skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Erna Kristín – Elsku ástin mín hér er opið bréf frá mér til mín.

Opið bréf frá mér til mín.

Ég skrifa þetta bréf til mín & sendi það aftur í tímann um rúm 15 ár og opna það þegar ég er 10 ára.

Elsku ástin mín. Ég vil að þú takir þetta bréf með þér inn í lífið og gleymir aldrei hvað stóð í því, vegna þess að í dag er stór dagur, þú ert að fara að keppa á fimleikamóti og þú ert búin að æfa þig dögum saman. Mundu að vera sterk og stolt af sjálfum þér, mundu að þú ert flottust.

Þegar það eru 5 mínútur í sýninguna áttu eftir að loka þig inni á klósetti og neita að koma fram vegna þess að þú mátt ekki vera í stuttbuxunum utan yfir bolinn & þér finnst þú vera of feit í þessum þrönga fimleikabol. Þú ert 10 ára, þú ert flottust, fallegust og duglegust.

Á þessu mómenti vil ég segja þér að muna að þú ert miklu fallegri og flottari en þú getur nokkurntíman ímyndað þér,, en hugsun þín er samt ekki þar sem er svo sárt. Elsku ég, elskaðu mig, elskaðu allt við mig, ekki horfa á þig í speglinum og sjá annað en fegurð og glæsileika, þú ert hugrakkari en þú trúir, sterkari en þú sýnist, gáfaðari en þú heldur & mun fallegri en þú getur nokkruntíman ímyndað þér, þú ert heppin að vera þú. Stattu upp! Kastaðu þessum stuttbuxum í burtu,

þerraðu tárin, farðu í fimleikabolinn og vippaðu þér yfir hestinn og vertu stolt af þér.
Hver veit nema þú lendir í 1sta sæti.

 Kær kveðja. Ég sjálf.

Þetta er bréf sem ég hefði viljað fá frá sjálfri mér á þessum degi, bara svo ég hefði getað notið þess að vera flottur krakki, en ekki alltaf með áhyggjur þegar það væri skólasund eða fimleikaæfing.

Ég var langt frá því að vera feit og hef aldrei verið feit, en þetta snýst heldur ekki um það, því það breytir því ekki hvernig þú lítur út þegar samfélagið hefur mótað hugsun 10 ára gamals barns.

Í dag er ég 25 ára gömul, búin að eignast barn og 10 fallegum kílóum þyngri en ég var áður en ég átti strákinn minn.
Núna er kominn tími til að við öll förum að læra að elska okkur, dáðst af okkur og vera bara svolítið skotin í okkur.
Við erum falleg í hvaða hæð & stærð sem er.

P.s ég lenti í 1sta sæti.

xx

Erna Kristín

Snapchat & Instagram : Ernuland